Saga


Saga - 2014, Side 150

Saga - 2014, Side 150
vegur sögulegra og listrænna ljósmynda í bókaútgáfu hefur síðan farið vaxandi á liðnum árum, og þrjár síðustu bækurnar í Ritröð Þjóðminja safns eru afrakstur rannsókna og sýninga á íslenskum ljósmyndum; auk bókar- innar um Sigfús eru það Svipmyndir eins augnabliks: Ljósmyndir Þor steins Jósepssonar (Rit Þjóðminjasafns Íslands 34) og Betur sjá augu: Ljós myndun íslenskra kvenna 1872–2013 (Rit Þjóðminjasafns Íslands 33), auk bókar nr. 23 í sömu röð, Ljósmyndari Mývetninga: mannlífsmyndir Bárðar Sigurðs sonar frá upphafi 20. aldar, frá 2011, og má segja að ljósmyndir hafi skipað nokkurt öndvegi í þeirri ritröð allt frá aldamótum. Allar eru þessar bækur unnar og gefnar út samhliða sýningum og byggjast á þeirri rannsóknar vinnu sem að baki þeim býr. Minna virðist þó um rannsóknir og ritun á þessu sviði sem miða beint að ritun og útgáfu á hinum hefðbundna vettvangi mannvísinda, útgáfu fræðirita og -greina. Slíkur skilsmunur „akademískra“ rannsókna og birtinga annars vegar og „alþýðlegrar“ miðlunar hins vegar er vísast mjög umdeilanlegur en engu að síður skal því haldið til haga hér að ýmsir kostir eru í boði þegar kemur að því hvernig skuli verja tíma og fjármagni í vísind- astarfi. Sigfús eymundsson (1837–1911) var merkilegur maður og áberandi í þjóðlífi síns tíma, og því svolítið einkennilegt hversu lítið hefur verið ritað um lífshlaup hans og það samfélag sem hann lifði í, mótaði og skrásetti. Hann er dæmi um sveitapilt sem ungur sá og greip tækifæri til að brjótast út úr ramma — raunverulegum eða ímynduðum — íslensks sveitasam - félags. Hugur hans stóð til bókbandsiðnar, sem var þekkt braut sérhæfingar á þeim tíma, og komst hann í formlegt nám í þeirri iðn, fyrst í Reykjavík en síðar í kaupmannahöfn þar sem hann lauk sveinsprófi árið 1860. Hann starfaði næstu ár við bókband í kristjaníu í Noregi en flutti til Björgvinjar árið 1864 til að sinna iðn sinni. Þar kynntist hann ljósmyndamiðlinum þannig að ekki var aftur snúið. elstu varðveittu myndir Sigfúsar eru teknar af Íslendingum í kaupmannahöfn árið 1866, og sama ár fór hann sína fyrstu ljósmyndunar- og söluferð til Íslands. Lífshlaup Sigfúsar er sannarlega ævi- söguefni sem enn bíður höfundar síns. Sigfús Eymundsson myndasmiður hefur hins vegar að geyma ýmsa áhugaverða drætti til þeirrar sögu, í texta- formi jafnt sem myndum og myndatextum. Megintexti bókarinnar spannar rúmlega 40 blaðsíður og skiptist í fjóra sjálfstæða kafla (eða greinar) sem í nokkrum tilvikum eru fleygaðir með innskotsköflum af ýmsu tagi. Í þeim fyrsta (bls. 9–22) er ævi Sigfúsar rakin á næsta hefðbundinn hátt enda byggist hann að mestu leyti á tveimur eldri æviþáttum, annars vegar afmælis grein í tímaritinu Óðni frá árinu 1907, þegar Sigfús var sjötugur, og hins vegar áskilinni greinargerð hans sjálfs til orðunefndar Dannebrogs - orðunnar tveimur árum síðar. Inn í þann kafla er skotið einni síðu um ljósmyndun á þjóðhátíðinni og konungskomunni 1874. Í föruneyti konungs var hirðmálari og birtust verk hans, sambland af fréttamyndum og stemningsmyndum að sögn Ingu Láru, ritdómar148 Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 148
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.