Saga - 2014, Blaðsíða 90
þá á áður óþekkt lönd vestan Grænlands þar sem óx vínviður og
hveiti sjálfsáið. Á heimleið þaðan segir sagan að „Leifr fann menn á
skipflaki ok flutti heim með sér. Sýndi hann í því ina mestu stór-
mennsku ok drengskap, sem mǫrgu ǫðru, er hann kom kristni á
landit, ok var jafnan síðan kallaðr Leifr inn heppni.“2
Í sögu Ólafs Tryggvasonar (sem hér er talað um sem eina sögu
þótt hún sé til í fleiri gerðum) mun frásögnin af viðurnefni Leifs fyrst
koma fyrir í Heimskringlu. Þar er sögð nokkurn veginn sama saga
og í eiríks sögu en bætt við lítilli gamansögu af eiríki, föður Leifs:
Óláfr konungr sendi ok þat sama vár Leif eiríksson til Grœnlands at
boða þar kristni, ok fór hann þat sumar til Grœnlands. Hann tók í hafi
skipsǫgn þeira manna, er þá váru ófœrir ok lágu á skipsflaki, ok þá
fann hann vínland it góða ok kom um sumarit til Grœnlands ok hafði
þannug með sér prest ok kennimenn ok fór til vistar í Brattahlíð til
eiríks, fǫður síns. Menn kǫlluðu hann síðan Leif inn heppna. en eiríkr,
faðir hans, sagði, at þat var samskulda [þ.e. vægi hvort móti öðru,
stæðist á], er Leifr hafði borgit skipsǫgn manna, ok þat, er hann hafði
flutt skémanninn til Grœnlands. Þat var prestrinn.3
Í kristni sögu er frásögnin af björgun skipbrotsmannanna í enn
knappara máli: „Þat sumar fór Óláfr konungr ór landi suðr til vinð -
lands. Þá sendi hann ok Leif eiríksson til Grœnalands at boða þar
trú. Þá fann Leifr vínland it góða. Hann fann ok menn á skip flaki í
hafi. Því var hann kallaðr Leifr inn heppni.“4
Í Grænlendinga sögu ber björgunarafrek Leifs öðruvísi að. Þar
hafði hann farið frá Grænlandi í leit að löndum sem Bjarni Herjólfs -
son hafði áður séð af hafi vestan Grænlands. Hér er líka talsvert inni-
haldsmeiri frásögn þar sem meðal skipbrotsmanna er kona sem á eftir
að koma mikið við söguna, Guðríður Þorbjarnardóttir. en sameigin-
legt er sögunum að Leifur var á siglingu frá vínlandi til Grænlands:
Sigla nú síðan í haf, ok gaf þeim vel byri, þar til er þeir sá Grœnland ok
fjǫll undir jǫklum. Þá tók einn maðr til máls ok mælti við Leif: „Hví
gunnar karlsson88
2 Eiríks saga rauða. Útg. Matthías Þórðarson. Íslenzk fornrit 4 (Reykjavík: Hið
íslenzka fornrita félag 1935), bls. 211–212.
3 Heimskringla I. Útg. Bjarni Aðalbjarnarson. Íslenzk fornrit 26 (Reykjavík: Hið
íslenzka fornrita félag 1941), bls. 347–348. orðið skémaðr er sagt koma fyrir í
fornum þýðingum í merkingunni hræsnari. Stungið hefur verið upp á að orðið
vísi til shamanisma en orðsifjafræðingum þykir ólíklegt að eiríkur hafi haft hug-
mynd um hann; Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók (Reykjavík:
orðabók Háskólans 1989), bls. 838 og 844.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 88