Saga


Saga - 2014, Blaðsíða 90

Saga - 2014, Blaðsíða 90
þá á áður óþekkt lönd vestan Grænlands þar sem óx vínviður og hveiti sjálfsáið. Á heimleið þaðan segir sagan að „Leifr fann menn á skipflaki ok flutti heim með sér. Sýndi hann í því ina mestu stór- mennsku ok drengskap, sem mǫrgu ǫðru, er hann kom kristni á landit, ok var jafnan síðan kallaðr Leifr inn heppni.“2 Í sögu Ólafs Tryggvasonar (sem hér er talað um sem eina sögu þótt hún sé til í fleiri gerðum) mun frásögnin af viðurnefni Leifs fyrst koma fyrir í Heimskringlu. Þar er sögð nokkurn veginn sama saga og í eiríks sögu en bætt við lítilli gamansögu af eiríki, föður Leifs: Óláfr konungr sendi ok þat sama vár Leif eiríksson til Grœnlands at boða þar kristni, ok fór hann þat sumar til Grœnlands. Hann tók í hafi skipsǫgn þeira manna, er þá váru ófœrir ok lágu á skipsflaki, ok þá fann hann vínland it góða ok kom um sumarit til Grœnlands ok hafði þannug með sér prest ok kennimenn ok fór til vistar í Brattahlíð til eiríks, fǫður síns. Menn kǫlluðu hann síðan Leif inn heppna. en eiríkr, faðir hans, sagði, at þat var samskulda [þ.e. vægi hvort móti öðru, stæðist á], er Leifr hafði borgit skipsǫgn manna, ok þat, er hann hafði flutt skémanninn til Grœnlands. Þat var prestrinn.3 Í kristni sögu er frásögnin af björgun skipbrotsmannanna í enn knappara máli: „Þat sumar fór Óláfr konungr ór landi suðr til vinð - lands. Þá sendi hann ok Leif eiríksson til Grœnalands at boða þar trú. Þá fann Leifr vínland it góða. Hann fann ok menn á skip flaki í hafi. Því var hann kallaðr Leifr inn heppni.“4 Í Grænlendinga sögu ber björgunarafrek Leifs öðruvísi að. Þar hafði hann farið frá Grænlandi í leit að löndum sem Bjarni Herjólfs - son hafði áður séð af hafi vestan Grænlands. Hér er líka talsvert inni- haldsmeiri frásögn þar sem meðal skipbrotsmanna er kona sem á eftir að koma mikið við söguna, Guðríður Þorbjarnardóttir. en sameigin- legt er sögunum að Leifur var á siglingu frá vínlandi til Grænlands: Sigla nú síðan í haf, ok gaf þeim vel byri, þar til er þeir sá Grœnland ok fjǫll undir jǫklum. Þá tók einn maðr til máls ok mælti við Leif: „Hví gunnar karlsson88 2 Eiríks saga rauða. Útg. Matthías Þórðarson. Íslenzk fornrit 4 (Reykjavík: Hið íslenzka fornrita félag 1935), bls. 211–212. 3 Heimskringla I. Útg. Bjarni Aðalbjarnarson. Íslenzk fornrit 26 (Reykjavík: Hið íslenzka fornrita félag 1941), bls. 347–348. orðið skémaðr er sagt koma fyrir í fornum þýðingum í merkingunni hræsnari. Stungið hefur verið upp á að orðið vísi til shamanisma en orðsifjafræðingum þykir ólíklegt að eiríkur hafi haft hug- mynd um hann; Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók (Reykjavík: orðabók Háskólans 1989), bls. 838 og 844. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.