Saga - 2014, Blaðsíða 123
hysteriu. Ársskýrslur þriggja lækna frá árinu 1892 eru gott dæmi um
þetta. Þá greindi Þorgrímur Þórðarson læknir í Austur-Skaftafellssýslu
25 konur með hysteriu, Ólafur Guðmundsson læknir í Rangár valla -
sýslu greindi hvorki fleiri né færri en 108 tilfelli en Bjarni Jensen læknir
í vestur-Skaftafellssýslu greindi aðeins tvö tilfelli.
en hér er líklega ekki allt sem sýnist. Í fyrsta lagi er þess að geta að í öllum
manntölunum, sem eru til umfjöllunar, töldust fleiri konur en karlar geð -
sjúkar. Það hefur reyndar lengi verið þekkt að meira fer fyrir konum en körl-
um í talningum á geðröskunum. Höfundur vitnar í grein sem Sveinn
Pálsson birti í riti Hins íslenska lærdómslistafélags 1788–1789. Þar lýsir Sveinn
geðveiki þannig að
stundum fylgja henni sífeld þögn og ókæti, óeira og leiðindi, að manni
leiðist lífið, og er óánægður með öll sín kjör, stundum grátur og hryggð,
efi og grufl í trúarbrögðunum, örvinglan og kvíði fyrir því ókomna, …
og þessu eru oft samfara langvaranleg öngvit, mörgum hefur og sjúk-
leikur þessi því miður þrengt til að stytta eymdarstundir sínar í þessu
lífi, bæði á Íslandi og annars staðar. Það sýnist og, að fleiri séu konur
en karlar veikindum þessum undirorpnar (bls. 106).
en svo er á hitt að líta að manntöl og læknasjúrnalar eru sitthvað. Manntöl
voru gerð af hreppsstjórum og óvíst verður að telja að þeir hafi verið mjög
uppteknir af breyttum nafngiftum geðsjúkdóma eða greiningum þeirra.
Ólafur Guðmundsson greindi 102 tilvik hysteriu árið 1892 í Rangárvalla sýslu
eins og áður er fram komið; samkvæmt manntali 1890 töldust hins vegar sjö
einstaklingar geðveikir í sýslunni en aðeins tveir árið 1901 (þetta kemur fram
í töflu 2.3 á bls. 33). Hvar voru hinir eitt hundrað sem læknirinn greindi?
Að mati andmælanda hrapar höfundur því nokkuð að ályktun sinni; að
minnsta kosti hefði hann þurft að sýna fram á beint samband milli hysteríu -
greininga og manntalsskráninga, en það gerir hann ekki og því tel ég að hér
sé ályktað umfram það sem gögnin leyfa. og rétt er reyndar að benda á að
samkvæmt manntali 1845 teljast 2,4 konur af 1000 geðveikar (tafla 2.7 bls.
41), það er sama hlutfall og 1890 og reyndar örlitlu hærra en 1901 (þá eru
þær 2,3 af þúsund); það er aðeins síðasta manntalsárið, 1910, sem hlutfall
kvenna hækkar í þrjár af þúsund.
Á bls. 114 vitnar höfundur svo til orða Guðmundar Björnssonar land-
læknis frá 1905 sem vekur athygli á þessum kynjamun en segir „með öllu
órannsakað“ af hverju hann stafi. Ætli sé nú ekki líklegt að landlæknirinn
hefði vitað af því og látið þess getið ef greiningar á hysteríu hefðu hér skipt
sköpum?
Andmælandi verður því að viðurkenna að hann er fullur efasemda um
þá kenningu doktorsritgerðar að greining á hysteríu hafi skipt sköpum í
manntölum þegar líður að aldamótunum 1900.
andmæli 121
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 121