Saga - 2014, Blaðsíða 86
Þessi efniviður er í ákveðnu formi en hann þarf ekki að vera skrif-
legur, svo að dæmi sé tekið, og þar setur Assmann ekki þau skörpu
skil sem krzysztof Pomian og fleiri hafa gert. Að baki menningar-
minningunni stendur formleg stofnun, skipulag á borð við helgisiði
eða kanóníseraða texta í skólamenntun. Minningunni er miðlað með
hliðsjón af ákveðnum gildum og mikilvægi.63
Jan Assmann, ásamt Aleidu Assmann, hleypti nýju blóði í minn-
ingarannsóknir með hugtakinu um menningarminningu, fyrst í stað
í Þýskalandi en síðustu ár hafa rit þeirra birst á ensku og haft mikil
áhrif. Þar sem hann beindi sjónum sínum að fornri siðmenningu og
trúarbrögðum hafa hugmyndir hans víkkað minningasviðið sem
rannsóknarefni.
Hugtakanotkun Jans Assmann er þó nokkuð einstrengingsleg.
Til dæmis hefur verið bent á að erfitt geti verið að greina samskipta-
minninguna, með munnlega miðlun sem ráðandi form, frá menn-
ingarminningu þar sem skriftin og formlegar stofnanir eiga að vera
allsráðandi. Ritað orð, stofnanir og ýmsir tæknimiðlar eru veigamik-
ill þáttur í daglegu samskiptaminni, rétt eins og í menningarminn-
inu. Þessar aðfinnslur koma m.a. frá öðrum þýskum minningafræð -
ingi, Astrid erll, sem jafnframt viðurkennir mikið brautryðjenda-
hlutverk Jans og Aleidu Assmann. Hún brýtur upp hinar föstu kvíar
Jans Assmann og sér gagnkvæm áhrif milli mismunandi þátta —
einstaklingsminninga og samfélagslegra minninga, formlegrar
sagnfræði og listsköpunar. Hún tekur dæmi af tímabili nasismans í
Þýskalandi þar sem hún vill sjá hina mörgu þræði í samhengi og
innbyrðis háða: sjálfsævisögulegar minningar kynslóðarinnar sem ólst
upp við nasismann og hugmyndir barnabarnanna sem eru á kreiki í
nútímanum, akademíska sagnfræði um tímabilið 1933–1945 og nám-
skrár og námsefni í þýskum skólum, minningarhátíðir, minnis varða
og deilur um tímabilið (það sem kallað var „Historikerstreit“), skáld-
sögur og kvikmyndir á borð við Der Untergang.64
Þrátt fyrir gagnrýni hefur hugtakið menningarminning náð fót-
festu síðustu 10–15 ár og skákað „sameiginlegri minningu“ að ein-
hverju leyti. vísbendingu um stöðu mála í fræðasamfélaginu má fá
með því að athuga bókaframboðið í stærstu netbókabúð heims,
Amazon.com. Leit að bókum með heitinu „cultural memory“ 28.
þorsteinn helgason84
63 Jan Assmann, „Collective Memory and Cultural Identity“, bls. 129–132.
64 Astrid erll, Memory in Culture, bls. 7.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 84