Saga - 2014, Blaðsíða 65
við þetta bætist að minningin sem við geymum með okkur heldur
áfram að þróast. Halbwachs tók dæmi af ímyndinni/minningunni
sem hann hefur um föður sinn.
Alkunnugt er að frásagnir annarra og myndir af vettvangi hafa áhrif
á minningar svo að erfitt getur reynst að greina í sundur hvað
geymist í minni af eigin nærveru við atburð meðan hann gerðist og
hvað stafar af eftirtímanum, af frásögnum annarra, myndum og
endurkomu á vettvang minninganna.vitundin blandar þessu sam -
an.9
Halbwachs velti þessu fyrir sér og fjallaði m.a. um það sem hann
kallaði „skáldaðar minningar“ (fr. souvenirs fictifs). Þær felast í
lýsingum annarra á því sem maður hefur lifað sjálfur en síðan
gleymt. Slíkar „minningar“ falla að því sem fyrir er í huga manns og
geta orðið að eigin einstaklingsminningum.10 ennfremur eru til
atburðir sem einstaklingurinn segir að hann muni en þó er vitneskja
hans komin úr því sem hann hefur lesið eða heyrt en ekki lifað sjálf-
ur. Þetta kallar Halbwachs „lánaða minningu“ (fr. mémoire emprun-
minning sem félagslegt fyrirbæri 63
ar undir áhrifum frá endursköp-
un sem áður hefur verið gerð
þar sem ímynd hins liðna er
þegar umturnað.
d’autres re constructions faites à des
époques antérieures et d’où l’image
d’autrefois est sortie déjà bien alté-
rée.7
Myndin, sem ég hef gert mér af
föður mínum, allt frá því að ég
kynntist honum fyrst, hefur
ekki hætt að taka stakkaskipt-
um, ekki aðeins af því að minn-
ingar bættust við hver af ann-
arri meðan hann lifði heldur
líka vegna þess að ég hef sjálfur
breyst, þ.e. sjónarhorn mitt hef-
ur færst úr stað því staða mín í
fjölskyldunni er önnur en hún
var og þó einkum vegna þess
að ég skipti um umhverfi.
L’image que je me suis faite de mon
père, depuis que je l’ai connu, n’a
pas cessé d’évoluer, non pas seule-
ment parce que, pendant sa vie, les
souvenirs se sont ajoutés aux souve-
nirs : mais moi-même, j’ai changé,
c’est-à-dire que mon point de pers-
pective s’est déplacé, parce que j’oc-
cupais dans ma famille une place
différente et surtout parce que je fai-
sais partie d’autres milieux.8
7 Maurice Halbwachs, La mémoire collective, bls. 38.
8 Sama heimild, bls. 40.
9 Sjá t.d. Aleida Assmann, „Transformations between History and Memory“,
Social Research 75:1 (2008), bls. 50.
10 Maurice Halbwachs, La mémoire collective, bls. 7.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 63