Saga - 2014, Blaðsíða 94
ekki virðist þessi merking viðurnefnisins hafa hvarflað að mesta
fræðimanninum í þessum efnum í norrænum fræðum, Svíanum
e.H. Lind, sem skrifaði uppflettibók um viðurnefni norsk-íslenskra
manna á miðöldum. Undir Heppni nefnir hann dæmi um tvo menn,
Leif og Högna nokkurn Geirþjófsson, sem var sonur landnáms-
mannsins í Geirþjófsfirði og ættfaðir Hrafns Sveinbjarnarsonar.
Skýring hans á orðinu er: „Svaga formen av adj. heppinn ‘lycko-
sam’.“13
ekki verður það heldur ráðið af orðabókum að heppinn hafi getað
haft aðra merkingu í fornmáli en það hefur í íslensku nútímamáli. Í
helstu orðabókinni um forna kveðskaparmálið, Lexicon poeticum,
eftir Sveinbjörn egilsson og Finn Jónsson, er það aðeins þýtt með
„‘fuld af hǫpp, held, heldig’“, og hepni [þannig skrifað] er þýtt með
held, allheppinn með meget heldig, orðheppinn með heldig, rammende, i
sine ord.14
Í orðabók Fritzners er heppinn þýtt með „heldig, som kan glæde sig
ved happ“.15 Nafnorðið heppni er ekki uppflettiorð í bókinni. orðið
happ er það hins vegar ásamt samsettu orðunum happadrjúgr, happa-
fullting, happaráð, happaskot, happauðigr, happaverk, happfróðr, happ -
skeytr.16 Þarna er líka úhapp með samsetningunum úhappadvergr,
úhappafullr, úhappalauss, úhappamaðr, úhappaskot, úhappaverk og úhapp-
lauss.17 en ég sé ekki að þýðingar þess opni leið að neinni nýrri túlk-
un.
Í fornnorrænu-ensku orðabókinni sem er kennd við Richard
Cleasby og Guðbrand vigfússon er heppinn þýtt með lucky og orð-
heppinn sem ready-tongued.18 Í orðabók Geirs Zoëga er heppinn skýrt
gunnar karlsson92
13 e.H. Lind, Norsk-isländska personbinamn från medeltiden (Uppsala: Lunde -
quistska bokhandeln 1920–1921), d. 143; Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Ritstj.
Guðrún P. Helgadóttir (oxford: oxford University Press 1987), bls. 1–2.
14 Sveinbjörn egilsson, Lexicon poeticum antiquæ linguæ septentrionalis. Ordbog over
det norsk-islandske Skjaldesprog. Forøget og påny udgivet for Det kongelige nor-
diske oldskriftselskab ved Finnur Jónsson (kaupmannahöfn: S.L. Møllers Bog -
trykkeri 1913–1916), bls. 8, 242 og 438.
15 Johan Fritzner, Ordbog over Det gamle norske Sprog I, bls. 791.
16 Sama heimild, bls. 730–731.
17 Johan Fritzner, Ordbog over Det gamle norske Sprog III, bls. 756. Fritzner skrifar
neitunarforskeytið jafnan ú- þar sem við skrifum ó-.
18 Richard Cleasby and Guðbrandur vigfússon, An Icelandic-English Dictionary.
(oxford: oxford University Press 1957), bls. 256.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 92