Saga - 2014, Blaðsíða 23
Sigríðar Dúnu kristmundsdóttur á gömlu og nýju kvennahreyfing-
unni.37 og á allra síðustu árum hefur bæst í sagnaritun um
Rauðsokkahreyfinguna,38 kvennalista og kvennafram boð,39 meðal
annars fyrir frumkvæði frá þátttakendunum sjálfum. Um og upp úr
aldamótunum komu einnig fram rannsóknir sagn fræð inganna
Sigríðar Matthíasdóttur og erlu Huldu Halldórsdóttur á kyngervi,
þar sem þjóðfélagsstaða kynjanna er greind út frá hugmyndum um
að karlmennska og kvenleiki séu samfélagslega mótuð fyrirbæri og
uppspretta valdaafstæðna í samfélaginu.40 Þessar rannsóknir eru
sprottnar úr svipuðum jarðvegi og margt af því sem skrifað hefur
verið frá kynjafræðilegu sjónarhorni á öðrum sviðum hug- og
félagsvísinda, þar sem meðal annars hefur verið fjallað um birting-
armyndir kyns í opinberri umræðu, kynbundin valdatengsl og ólíka
nýr söguþráður 21
hjúkrunar á Íslandi á 20. öld (Reykjavík: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga,
2010).
37 Sigríður Dúna kristmundsdóttir, Doing and Becoming. Women’s Movement and
Women’s Personhood in Iceland 1870–1990 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 1997).
Bókin er byggð á doktorsritgerð hennar frá árinu 1990.
38 Herdís Helgadóttir, Vaknaðu kona! Barátta rauðsokka frá þeirra eigin sjónarhóli
(Reykjavík: Skjaldborg 1996); vilborg Sigurðardóttir, „vitund vaknar — augu
opnast. Rauðsokkahreyfingin 1970–1975“, Kvenna slóðir. Rit til heiðurs Sigríði Th.
Erlendsdóttur sagnfræðingi. Ritstj. Anna Agnarsdóttir o.fl. (Reykjavík: kvenna -
sögusafn Íslands 2001), bls. 476–492; Sigríður Matthíasdóttir, „Nýja kvenna-
hreyfingin á Norðurlöndum á áttunda áratug 20. aldar“, Stjórnmál og stjórnsýsla
8:1 (2012), bls. 195–217; Á rauðum sokkum. Baráttukonur segja frá. Ritstj. olga
Guðrún Árnadóttir (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2011); Lbs.-Hbs. Droplaug
Margrét Jónsdóttir, vitund vaknar. Hugmyndafræði í íslenskri kvennabaráttu
1970–2006. MA-ritgerð í mannfræði frá Háskóla Íslands 2006; Lbs.-Hbs. Bjarney
Inga Sigurðardóttir, og seinna bönin segja, sko mömmu hún hreinsaði til: efn-
ismenning og efnisveruleiki Rauðsokkahreyfingarinnar. MA-ritgerð í fornleifa -
fræði frá Háskóla Íslands 2013; Lbs.-Hbs. Gunnhildur Sigurhansdóttir, „Þá er
hrópað hátt um líf og synd og glæp“. Um rauðsokkur, frjálsar fóstureyðingar
og andstöðu. MA-ritgerð í kynjafræði frá Háskóla Íslands 2014.
39 Unnur Birna karlsdóttir, „„Þriðja víddin“. kvennaframboð á Akureyri 1982–
1986“, Afmæliskveðja til Háskóla Íslands (Akureyri: Hólar 2003), bls. 355–377;
kristín Jónsdóttir, „Hlustaðu á þína innri rödd“. Kvennaframboð í Reykjavík og
Kvennalisti 1982–1987 (Reykjavík: Sögufélag 2007).
40 Sjá hér helst þessar doktorsritgerðir: Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslend -
ingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900–1930 (Reykjavík: Háskóla útgáfan
2004); erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun
kyngervis á Íslandi 1850–1903 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun og Rann sóknarstofa
í kvenna- og kynjafræðum 2011).
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 21