Saga - 2014, Blaðsíða 96
Hvað kemur þá í ljós í fornmálstextum, öðrum en þeim sem
segja beinlínis frá Leifi og viðurnefni hans? Fornmálsorðabók Árna -
nefndar í kaupmannahöfn, Ordbog over det norrøne prosasprog, er
ekki komin á prenti aftur í bókstafinn h, en fletta má upp dæmasafni
hennar á Netinu.26 Þar eru á lista 16 dæmi undir lýsingarorðinu
heppinn, en í rauninni eru tilfellin ekki nema 14. viðurnefni Högna
Geirþjófssonar í Hrafns sögu, sem er nefnt hér á undan, er tilfært
tvisvar í safninu, og á einum stað hefur sögnin að heppnast verið
skilin sem hástig af lýsingarorðinu eða samstofna atviksorði þar sem
sögupersóna segir: „ok mun þat hverjum hepnast, sem hann til bor-
inn er.“27 Af þessum 14 dæmum hygg ég að aðeins fjögur vitni ein-
dregið um merkinguna happasæll. Sem dæmi má taka stað í forn-
aldarsögunni Hjálmþés sögu og Ölvis. Þar segir frá tveimur köpp -
um sem þreyttu aflraunir með því að togast á um uxahúð: „var
Hástigi sterkari, en Hörðr heppnari ok mjúkari.“28 Sjö dæmi eru um
viðurnefni Leifs eiríkssonar í safninu (einu fleiri en eru nefnd hér á
undan því að tvö eru tekin úr Ólafs sögum Tryggvasonar), og bæta
þau engu við það sem er sagt frá þeim hér á undan.
Þá eru tvö dæmi sem virðast eins geta merkt hvort sem er, þann
sem verður fyrir höppum og þann sem veitir höpp. Annað þeirra er
viðurnefni Högna Geirþjófssonar, engum sögum fer af happasæld
hans. Hitt er í Grettis sögu Ásmundarsonar þar sem segir frá því að
söguhetjan var á ferð að vetrarlagi við strönd Noregs með innfædd-
um kaupmönnum. Þeir tóku naumlega land og gátu ekki kveikt eld.
Þá sáu þeir eld handan við sund sem þeir lágu við. „en er skipverjar
Grettis sá eldinn, tǫluðu þeir til, at sá væri heppinn, er honum gæti
nát …“29 Ég geri ráð fyrir að þetta hafi oftast verið skilið þannig að
kaupmenn væru að tala um happ þess sem sækti eldinn. en líklega
er ekki laust við að Bernard Scudder hafi náð báðum merkingunum
þegar hann hefur eftir kaupmönnunum að „it would be a fortunate
man who could have some of it …“30 og sé ég ekki annað en að sá
gunnar karlsson94
26 Ordbog over det norrøne prosasprog. http://www.onp.hum.ku.dk/webart/h/
he/33327cvkalf.htm.
27 Hálfdanar saga Eysteinssonar. Útg. Franz Rolf Schröder. Altnordische Saga-
Bibliothek 15 (Halle a.S: verlag von Max Niemeyer 1917), bls. 133.
28 Sagan af Hjálmtér ok Ölver. Útg. C.C. Rafn. Fornaldar sögur Nordrlanda 3
(kaup mannahöfn 1830), bls. 503.
29 Grettis saga Ásmundarsonar. Útg. Guðni Jónsson. Íslenzk fornrit 7 (Reykjavík:
Hið íslenzka fornritafélag 1936), bls. 129.
30 The Complete Sagas of Icelanders II, bls. 110 (38. kap.).
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 94