Saga - 2014, Blaðsíða 157
augljósum staðreyndavillum að í fyrstu efnisgreininni; þar er sagt að Ísland
sé á stærð við ohio-ríki í Bandaríkjunum og að íbúar Íslands hafi verið „less
than 40,000“ snemma á 19. öld — Ísland er á stærð við kentucky-ríki, eins
og Guðni bendir á í byrjun bókarinnar, og íbúarnir voru 47.000 árið 1801
eins og kunnugt er. ekki að þetta skipti nokkru máli fyrir þá heildarmynd
sem The History of Iceland gefur af Íslandssögunni, en skemmtilegra er þó að
fara rétt með upplýsingar af þessu tagi.
Miðað við þann þrönga stakk sem Guðna var augljóslega skorinn við
ritun bókarinnar tekst honum að flestu leyti ágætlega að draga upp sann-
ferðuga og sannfærandi mynd af sögu Íslands frá landnámi til okkar daga.
Það sem helst skortir að mínu mati á í bókinni er að lesandanum sé gefin
skýrari hugmynd um hvaða lærdóm draga megi af sögunni, eða hvernig
hann — eða hún — eigi að tengja það sem þar kemur fram við sína eigin
reynslu. Hvað fyrra atriðið varðar þá hefði það styrkt bókina ef Guðni hefði
gert betri grein fyrir því hvaða þráð hann sér í sögu landsins. ef kjarni
Íslandssögunnar er ekki frásögnin af því hvernig fátæk þjóð varð rík —
hvað segir hún okkur þá? er hún einungis endalaus flennireið frá einni
gósen tíð til næsta hruns? Hvað síðara atriðið varðar hefði Guðni kannski
mátt fækka þeim staðreyndum sem hann nefnir í bókinni en gefa þeim
atriðum sem fjallað er um meira rými. Það hefði gefið honum betri kost á að
setja hlutina í samhengi sem auðveldaði lesendum að skilja það sem þar er
sagt.
Stundum er sagt að hin svokallaða endurskoðun sögunnar hafi fyrst og
fremst gengið út á að rífa niður myndina af þjóðarsögunni, án þess að gefa
kost á nýrri túlkun sem gæti leyst Jón Aðils eða Jónas frá Hriflu af hólmi.
Almennum lesendum bjóðist því ekki lengur ákveðin eða heildstæð mynd
af Íslandssögunni og því missi þeir smám saman áhugann á henni. Það
kann að vera nokkuð til í þessu, en ég held þó að svarið liggi ekki í því að
skapa nýjar goðsögur um fortíðina heldur frekar að benda á þá fjölbreyttu
túlkunarmöguleika sem hún býður upp á. Þar má benda á bók Sigurðar
Gylfa Magnússonar, Wasteland with Words: A Social History of Iceland (2010),
sem fyrirmynd en þar er engin tilraun gerð til að „segja allt“ eða lesa
„endan lega“ merkingu í Íslandssöguna. Með þessu er ekki sagt að hefð -
bundnari yfirlitsrit, eins og það sem hér er fjallað um, eigi ekki fullan rétt á
sér, heldur aðeins að það verður mun auðveldara að skrifa slík rit þegar höf-
undar þeirra hafa úr fleiri túlkunum að moða — og um leið opnast tækifæri
fyrir fleiri Íslendinga að lesa Íslandssöguna sem sína sögu.
Guðmundur Hálfdanarson
ritdómar 155
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 155