Saga - 2014, Blaðsíða 149
Inga Lára Baldvinsdóttir, SIGFÚS eyMUNDSSoN MyNDASMIÐUR.
FRUMkvÖÐULL ÍSLeNSkRAR LJÓSMyNDUNAR. Rit Þjóðminja -
safns Íslands 32. Ritstjóri Steinar Örn Atlason. Myndaritstjórar Inga
Lára Baldvinsdóttir og Ívar Brynjólfsson. Þjóðminjasafn. Reykjavík
2013. 196 bls. Útdráttur á ensku.
Um rúmlega hálfs árs skeið — frá júní 2013 fram í janúar 2014 — var uppi
ljósmyndasýning í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands sem nefndist Sigfús
Eymundsson myndasmiður: Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar. Þetta mun
hafa verið fyrsta yfirlitssýning á ljósmyndum Sigfúsar sem sett hefur verið
upp hér á landi og í raun hefur sáralítið birst á prenti fram undir þetta er
varðar ljósmyndarann Sigfús, hvort sem litið er til ljósmynda eftir hann eða
skrif um hann. Helsta undantekningin er frá áttunda áratug 20. aldar, er
Almenna bókafélagið gaf út 120 blaðsíðna bók í stóru broti sem Þór
Magnús son hafði veg og vanda af. Nefndist hún Ljósmyndir Sigfúsar Ey -
munds sonar og virðist sú hafa selst vel ef marka má þrjár útgáfur hennar,
1976, 1977 og 1980. Samhliða sýningunni í Þjóðminjasafninu kom út sú veg-
lega bók sem hér er rýnd, samnefnd sýningunni og unnin af sama fólki og
stóð að henni. Myndaritstjórar bókarinnar eru þau Inga Lára Baldvins dóttir,
fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni, og Ívar Brynjólfs son, ljós-
myndari og sérfræðingur á Ljósmyndasafninu, en Inga Lára er jafnframt
höfundur texta bókarinnar.
Útgáfa og rannsóknir sem tengjast sögu ljósmyndunar og ljósmynda á
Íslandi eru ekki margar, og þeir fræðimenn sem hafa lagt sig eftir slíku efni
enn færri. Fremst í þeirra flokki er Inga Lára Baldvinsdóttir, sem hefur um
þriggja áratuga skeið birt ritsmíðar og komið að annars konar miðlun á
sögu, handverki og list íslenskra ljósmyndara og annarra myndasmiða sem
hafa unnið hér á landi í skemmri eða lengri tíma. Árið 1984 lauk Inga Lára
við meistararitgerð í sagnfræði við HÍ sem nefndist „Ljósmyndarar á
Íslandi 1846–1926“ og skiptist hún í tvo meginhluta: 1) Þættir úr sögu ljós-
myndunar á Íslandi og 2) Drög að íslensku ljósmyndaratali. Lykilverk
hennar er hin tvítyngda Ljósmyndarar á Íslandi 1845–1945/Photographers of
Iceland 1845–1945 sem kom út í samstarfi JPv og Þjóðminjasafns Íslands
árið 2001.
R I T D Ó M A R
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 147