Saga - 2014, Blaðsíða 67
kerfi sem „hægt er að skiptast á, deila með sér, styrkja, staðfesta,
leiðrétta, deila um og jafnvel að tileinka sér“, segir þýski menningar -
fræðingurinn Aleida Assmann sem tekur allajafna varlega til orða
og er nákvæm í hugtakanotkun.13 Að hve miklu leyti og á hvern
hátt getur „aðkomin“ minning orðið mín, þ.e. að hvaða marki get ég
„tileinkað“ mér hana?
Bandaríska fræðikonan Alison Landsberg hefur gengið manna
lengst í þessu efni og þróað hugmyndir um „viðbótarminningu“
(gerviminningu, e. prosthetic memory) sem hún lýsir þannig í bók
sem kom út 2004:
minning sem félagslegt fyrirbæri 65
Í þessari bók er því haldið fram
að nútímahættir geri það mögu-
legt og nauðsynlegt að til verði
nýtt snið opinberra menningar-
minninga. Þetta nýja snið minn-
inga, sem ég kalla viðbótarminn-
ingu, verður til á mótum ein-
staklings og sögulegrar frásagn -
ar um hið liðna í upplif unar -
umhverfi eins og kvikmynda-
húsi eða safni. Í þessum snerti-
punkti verður til reynsla þar
sem einstaklingurinn gerir stærri
sögu að sinni … Í ferlinu, sem
ég er hér að lýsa, nemur einstak-
lingurinn ekki aðeins sögulegu
frásögnina heldur eignast eigin
minningu um liðna tíð sem
ristir djúpt þó að hann eða hún
hafi ekki lifað atburðinn. við -
bótar minningin, sem af þessu
hlýst, hefur burði til að móta
sjálfsveruleika og þjóðfélags við -
horf viðkomandi einstaklings.
This book argues that modernity
makes possible and necessary a new
form of public cultural memory. This
new form of memory, which I call
prosthetic memory, emerges at the
interface between a person and a
historical narrative about the past, at
an experiential site such as a movie
theater or museum. In this moment
of contact, an experience occurs
through which the person sutures
himself or herself into a larger histo-
ry… In the process that I am descri-
bing, the person does not simply
apprehend a historical narrative but
takes on a more personal, deeply felt
memory of a past event through
which he or she did not live. The
resulting prosthetic memory has the
ability to shape that person’s subjec-
tivity and politics.14
13 „…can be exchanged, shared, corroborated, confirmed, corrected, disputed,
and even appropriated.“ Aleida Assmann, „Transformations between History
and Memory“, bls. 50.
14 Alison Landsberg, Prosthetic Memory. The Transformation of American Re -
membrance in the Age of Mass Culture (New york: Columbia University Press
2004), bls. 2.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 65