Saga - 2014, Blaðsíða 115
„melancholia eða mania“ og tveimur blaðsíðum síðar kemur annað eins um
„hysteriu“ eða móðursýki. Niðurstaðan er óljós: „Sérhver læknir greindi því
sjúkdóminn eftir bestu vitund og sannfæringu“ (bls. 115). Hér vantar sam-
antekt og lesandi þarf að vita hvort athugunin er tæmandi! Hvaða hugtök
notuðu læknar og má greina breytingar? Sama á við um meðferðarúrræði
sem læknar nefna: Í ritgerðinni eru tekin dæmi frá 1856, 1895 og 1882 (bls.
116) — var einhver þróun? eins hefði ég viljað fá einhvers konar sneið -
myndir af markverðum læknum, til dæmis Þorgrími Ásmundssyni Johnsen,
sem oft er nefndur en ekki fylgt eftir. Ótvíræð sérstaða hans er útskýrð á bls.
121. Hann starfaði á St. Hans-geðspítalanum í nágrenni Roskilde frá janúar
til apríl 1869 (þá þrítugur). Tveimur árum síðar var hann orðinn læknir í
austurhluta Suðuramts og skrifaði í ársskýrslu sína fyrir árið 1871 ádrepu
um slæma stöðu geðveikra, sem að sögn doktorsefnis á bls. 142 „varð til
þess að ýta við embættismönnum“. Athugasemdir Þorgríms bárust til
kaup mannahafnar og stiftamtmanni var falið að kanna málið í samráði við
landlækni. Neðanmáls er vísað langt aftur í ritgerðina (bls. 142) og þar, í allt
öðru samhengi, sést það sem Þorgrímur skrifaði (bls. 56) í odda á Rangár -
völlum 19. febrúar 1872 (dagsetningin kemur reyndar ekki fram í ritgerð -
inni). Fyrst segir Þorgrímur frá því að nokkur tilvik af „morbus mentalis“
hafi greinst, flest arfgeng og bati náðst, en síðan útskýrir hann að engin
geðveikrahæli séu í landinu og hann þekki fleiri dæmi um að menn hafi
neyðst til að beita „den barbariske Fremgangsmaade“ að setja sjúklinga inn
í þrönga kassa með litlu gati, sem svo var komið fyrir í útihúsi.2
Þorgrímur fékk embætti á Akureyri árið 1874 og gerði í skýrslum sínum sér-
lega vandaða grein fyrir einmitt geðsjúkum, svo sem sést í beinni tilvitnun
í skýrslu hans sama ár. Hann hafði þá hitt sjúklinga með hypochondri, mani
og melancholi en vissi af fleirum „som ikke have sögt lægehjelp“ (bls. 148).
Spítali var vígður á Akureyri 7. júlí 1874 og Þorgrímur lagði „einn til tvo“
geðsjúklinga inn árlega á bilinu 1882–1890, útskýrir doktorsefni (bls. 61).
einn til tvo? Hvað gerir það marga sjúklinga á níu árum? Árið 1882 fóru
tveir geðsjúklingar af spítalanum án þess að ná bata, tilkynnti Þorgrímur.
Ungum manni batnaði árið 1885 og árið eftir konu sem þjáðist af fæðingar -
þunglyndi, en árið 1889 bar „brúkun opiummeðala“ árangur (bls. 116). Árið
1886 sendi Þorgrímur sjúkling utan sem hafði verið 72 daga á sjúkrahúsinu
en batnaði ekkert (bls. 153). Í þessum ágæta manni kristallast viðhorf og
þróun, en tækifærið er ekki nýtt.
andmæli 113
2 Þjóðskjalasafn Íslands. Skjalasafn landlæknis D. Ársskýrslur lækna 1866–1973:
1871, Austurhérað Suðuramts. ekkert sambærilegt er í skýrslum Þorgríms fyrir
árin 1870 og 1872.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 113