Saga


Saga - 2014, Side 115

Saga - 2014, Side 115
„melancholia eða mania“ og tveimur blaðsíðum síðar kemur annað eins um „hysteriu“ eða móðursýki. Niðurstaðan er óljós: „Sérhver læknir greindi því sjúkdóminn eftir bestu vitund og sannfæringu“ (bls. 115). Hér vantar sam- antekt og lesandi þarf að vita hvort athugunin er tæmandi! Hvaða hugtök notuðu læknar og má greina breytingar? Sama á við um meðferðarúrræði sem læknar nefna: Í ritgerðinni eru tekin dæmi frá 1856, 1895 og 1882 (bls. 116) — var einhver þróun? eins hefði ég viljað fá einhvers konar sneið - myndir af markverðum læknum, til dæmis Þorgrími Ásmundssyni Johnsen, sem oft er nefndur en ekki fylgt eftir. Ótvíræð sérstaða hans er útskýrð á bls. 121. Hann starfaði á St. Hans-geðspítalanum í nágrenni Roskilde frá janúar til apríl 1869 (þá þrítugur). Tveimur árum síðar var hann orðinn læknir í austurhluta Suðuramts og skrifaði í ársskýrslu sína fyrir árið 1871 ádrepu um slæma stöðu geðveikra, sem að sögn doktorsefnis á bls. 142 „varð til þess að ýta við embættismönnum“. Athugasemdir Þorgríms bárust til kaup mannahafnar og stiftamtmanni var falið að kanna málið í samráði við landlækni. Neðanmáls er vísað langt aftur í ritgerðina (bls. 142) og þar, í allt öðru samhengi, sést það sem Þorgrímur skrifaði (bls. 56) í odda á Rangár - völlum 19. febrúar 1872 (dagsetningin kemur reyndar ekki fram í ritgerð - inni). Fyrst segir Þorgrímur frá því að nokkur tilvik af „morbus mentalis“ hafi greinst, flest arfgeng og bati náðst, en síðan útskýrir hann að engin geðveikrahæli séu í landinu og hann þekki fleiri dæmi um að menn hafi neyðst til að beita „den barbariske Fremgangsmaade“ að setja sjúklinga inn í þrönga kassa með litlu gati, sem svo var komið fyrir í útihúsi.2 Þorgrímur fékk embætti á Akureyri árið 1874 og gerði í skýrslum sínum sér- lega vandaða grein fyrir einmitt geðsjúkum, svo sem sést í beinni tilvitnun í skýrslu hans sama ár. Hann hafði þá hitt sjúklinga með hypochondri, mani og melancholi en vissi af fleirum „som ikke have sögt lægehjelp“ (bls. 148). Spítali var vígður á Akureyri 7. júlí 1874 og Þorgrímur lagði „einn til tvo“ geðsjúklinga inn árlega á bilinu 1882–1890, útskýrir doktorsefni (bls. 61). einn til tvo? Hvað gerir það marga sjúklinga á níu árum? Árið 1882 fóru tveir geðsjúklingar af spítalanum án þess að ná bata, tilkynnti Þorgrímur. Ungum manni batnaði árið 1885 og árið eftir konu sem þjáðist af fæðingar - þunglyndi, en árið 1889 bar „brúkun opiummeðala“ árangur (bls. 116). Árið 1886 sendi Þorgrímur sjúkling utan sem hafði verið 72 daga á sjúkrahúsinu en batnaði ekkert (bls. 153). Í þessum ágæta manni kristallast viðhorf og þróun, en tækifærið er ekki nýtt. andmæli 113 2 Þjóðskjalasafn Íslands. Skjalasafn landlæknis D. Ársskýrslur lækna 1866–1973: 1871, Austurhérað Suðuramts. ekkert sambærilegt er í skýrslum Þorgríms fyrir árin 1870 og 1872. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 113
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.