Saga - 2014, Blaðsíða 52
samskiptum við embættismenn fjármálaráðuneytis en félaga í eigin
ráðuneyti. Þetta gerði örugglega illt verra eins og áður hefur verið
nefnt.68 Innan fjármálaráðuneytisins áleit fólk einfaldlega að íslensk
stjórnvöld ættu að gangast við sínum skýru skuldbindingum. Fyrir
stjórnarerindreka og starfslið utanríkisráðuneytisins var venjan hins
vegar sú að leita lausna og málamiðlana, enda höfðu breskir vald-
hafar löngum kvartað undan „uppgjafarandanum“ þar.69 kannski
þetta hafi einmitt ráðið því að Gordon Brown forsætisráðherra og
Alistair Darling fjármálaráðherra vildu ekki að stefnu Breta yrði
stjórnað úr utanríkisráðuneytinu.
Bresku skeytin gefa að sjálfsögðu ýmislegt til kynna um afstöðu
íslenskra stjórnvalda. Í næturskeytinu 9. október er skýrt frá samtali
við Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneyti, sem
hefði útskýrt hvaða afleiðingar það hefði fyrir Icesave-reikningshafa
að Landsbankinn væri kominn í umsjá ríkisins. Sú útskýring er ekki
birt og sama gildir um önnur svör íslenskra stjórnvalda í skjalinu.70
Í tveimur skeytum frá 10. október eru svörtu yfirstrikanirnar jafn-
framt æpandi líkt og fyrri daginn. Að morgni dags voru Ian Whitting
færðar þakkir frá breska fjármálaráðuneytinu fyrir atbeina hans og
upplýsingar, meðal annars um viðræður degi fyrr við Össur Skarp -
héðinsson, starfandi utanríkisráðherra, sem virðist hafa látið sendi-
herrann fá það óþvegið þótt það megi aðeins lesa milli lín anna.71 Að
vísu má fylla aðeins í eyðurnar með því að leita annarra heimilda. Í
kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 9. október sagðist Össur hafa átt
„ákaflega hreinskiptið“ samtal við sendiherrann. Síðar frétti ég,
nánast frá fyrstu hendi, að hann hefði „brillerað“ og minnt Whitting
á þær fórnir sem íslenskir sjómenn hefðu fært í seinni heimsstyrjöld
þegar þeir sigldu með afla sinn til Bretlands í bráðri hættu. Þorska -
guðni th. jóhannesson50
68 Guðni Th. Jóhannesson, Hrunið, bls. 197.
69 Sjá t.d. Margaret Thatcher, The Downing Street Years (London: Harper Collins
1993), bls. 181; Peter Hennessy, The Prime Minister. The Office and its Holders
since 1945 (London: Allen Lane 2000), bls. 268; Geoffrey Moorhouse, The
Diplomats. The Foreign Office Today (London: Jonathan Cape 1977), bls. 30−33;
Bernard Donoughue, Downing Street Diary. With Harold Wilson in No. 10
(London: Jonathan Cape 2005), bls. 300 og 327.
70 FOIA. Sendiráðið í Reykjavík (ekki upplýst um móttakanda), 9. október 2008,
01:11.
71 FOIA. Fjármálaráðuneytið í London (mjög líklega, en ekki upplýst um send-
anda) til Whittings, sendiherra í Reykjavík, 10. október 2008, 08:16. Í skeytinu
er afrit skeytis frá sendiráðinu í Reykjavík, 9. október 2008, 22:30.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 50