Saga

Issue

Saga - 2014, Page 52

Saga - 2014, Page 52
samskiptum við embættismenn fjármálaráðuneytis en félaga í eigin ráðuneyti. Þetta gerði örugglega illt verra eins og áður hefur verið nefnt.68 Innan fjármálaráðuneytisins áleit fólk einfaldlega að íslensk stjórnvöld ættu að gangast við sínum skýru skuldbindingum. Fyrir stjórnarerindreka og starfslið utanríkisráðuneytisins var venjan hins vegar sú að leita lausna og málamiðlana, enda höfðu breskir vald- hafar löngum kvartað undan „uppgjafarandanum“ þar.69 kannski þetta hafi einmitt ráðið því að Gordon Brown forsætisráðherra og Alistair Darling fjármálaráðherra vildu ekki að stefnu Breta yrði stjórnað úr utanríkisráðuneytinu. Bresku skeytin gefa að sjálfsögðu ýmislegt til kynna um afstöðu íslenskra stjórnvalda. Í næturskeytinu 9. október er skýrt frá samtali við Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneyti, sem hefði útskýrt hvaða afleiðingar það hefði fyrir Icesave-reikningshafa að Landsbankinn væri kominn í umsjá ríkisins. Sú útskýring er ekki birt og sama gildir um önnur svör íslenskra stjórnvalda í skjalinu.70 Í tveimur skeytum frá 10. október eru svörtu yfirstrikanirnar jafn- framt æpandi líkt og fyrri daginn. Að morgni dags voru Ian Whitting færðar þakkir frá breska fjármálaráðuneytinu fyrir atbeina hans og upplýsingar, meðal annars um viðræður degi fyrr við Össur Skarp - héðinsson, starfandi utanríkisráðherra, sem virðist hafa látið sendi- herrann fá það óþvegið þótt það megi aðeins lesa milli lín anna.71 Að vísu má fylla aðeins í eyðurnar með því að leita annarra heimilda. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 9. október sagðist Össur hafa átt „ákaflega hreinskiptið“ samtal við sendiherrann. Síðar frétti ég, nánast frá fyrstu hendi, að hann hefði „brillerað“ og minnt Whitting á þær fórnir sem íslenskir sjómenn hefðu fært í seinni heimsstyrjöld þegar þeir sigldu með afla sinn til Bretlands í bráðri hættu. Þorska - guðni th. jóhannesson50 68 Guðni Th. Jóhannesson, Hrunið, bls. 197. 69 Sjá t.d. Margaret Thatcher, The Downing Street Years (London: Harper Collins 1993), bls. 181; Peter Hennessy, The Prime Minister. The Office and its Holders since 1945 (London: Allen Lane 2000), bls. 268; Geoffrey Moorhouse, The Diplomats. The Foreign Office Today (London: Jonathan Cape 1977), bls. 30−33; Bernard Donoughue, Downing Street Diary. With Harold Wilson in No. 10 (London: Jonathan Cape 2005), bls. 300 og 327. 70 FOIA. Sendiráðið í Reykjavík (ekki upplýst um móttakanda), 9. október 2008, 01:11. 71 FOIA. Fjármálaráðuneytið í London (mjög líklega, en ekki upplýst um send- anda) til Whittings, sendiherra í Reykjavík, 10. október 2008, 08:16. Í skeytinu er afrit skeytis frá sendiráðinu í Reykjavík, 9. október 2008, 22:30. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Saga

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
0256-8411
Language:
Volumes:
62
Issues:
95
Registered Articles:
Published:
1949-present
Available till:
2024
Skv. samningi við Sögufélagið er ekki hægt að sýna síðustu þrjá árganga Sögu í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Locations:
Publisher:
Sögufélag (1949-2011)
Keyword:
Description:
Tímarit Sögufélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue: 2. tölublað (2014)
https://timarit.is/issue/421349

Link to this page: 50
https://timarit.is/page/7589021

Link to this article: Vitnisburður, aðgangur og mat heimilda
https://timarit.is/gegnir/991005411199706886

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

2. tölublað (2014)

Actions: