Saga


Saga - 2014, Page 96

Saga - 2014, Page 96
 Hvað kemur þá í ljós í fornmálstextum, öðrum en þeim sem segja beinlínis frá Leifi og viðurnefni hans? Fornmálsorðabók Árna - nefndar í kaupmannahöfn, Ordbog over det norrøne prosasprog, er ekki komin á prenti aftur í bókstafinn h, en fletta má upp dæmasafni hennar á Netinu.26 Þar eru á lista 16 dæmi undir lýsingarorðinu heppinn, en í rauninni eru tilfellin ekki nema 14. viðurnefni Högna Geirþjófssonar í Hrafns sögu, sem er nefnt hér á undan, er tilfært tvisvar í safninu, og á einum stað hefur sögnin að heppnast verið skilin sem hástig af lýsingarorðinu eða samstofna atviksorði þar sem sögupersóna segir: „ok mun þat hverjum hepnast, sem hann til bor- inn er.“27 Af þessum 14 dæmum hygg ég að aðeins fjögur vitni ein- dregið um merkinguna happasæll. Sem dæmi má taka stað í forn- aldarsögunni Hjálmþés sögu og Ölvis. Þar segir frá tveimur köpp - um sem þreyttu aflraunir með því að togast á um uxahúð: „var Hástigi sterkari, en Hörðr heppnari ok mjúkari.“28 Sjö dæmi eru um viðurnefni Leifs eiríkssonar í safninu (einu fleiri en eru nefnd hér á undan því að tvö eru tekin úr Ólafs sögum Tryggvasonar), og bæta þau engu við það sem er sagt frá þeim hér á undan. Þá eru tvö dæmi sem virðast eins geta merkt hvort sem er, þann sem verður fyrir höppum og þann sem veitir höpp. Annað þeirra er viðurnefni Högna Geirþjófssonar, engum sögum fer af happasæld hans. Hitt er í Grettis sögu Ásmundarsonar þar sem segir frá því að söguhetjan var á ferð að vetrarlagi við strönd Noregs með innfædd- um kaupmönnum. Þeir tóku naumlega land og gátu ekki kveikt eld. Þá sáu þeir eld handan við sund sem þeir lágu við. „en er skipverjar Grettis sá eldinn, tǫluðu þeir til, at sá væri heppinn, er honum gæti nát …“29 Ég geri ráð fyrir að þetta hafi oftast verið skilið þannig að kaupmenn væru að tala um happ þess sem sækti eldinn. en líklega er ekki laust við að Bernard Scudder hafi náð báðum merkingunum þegar hann hefur eftir kaupmönnunum að „it would be a fortunate man who could have some of it …“30 og sé ég ekki annað en að sá gunnar karlsson94 26 Ordbog over det norrøne prosasprog. http://www.onp.hum.ku.dk/webart/h/ he/33327cvkalf.htm. 27 Hálfdanar saga Eysteinssonar. Útg. Franz Rolf Schröder. Altnordische Saga- Bibliothek 15 (Halle a.S: verlag von Max Niemeyer 1917), bls. 133. 28 Sagan af Hjálmtér ok Ölver. Útg. C.C. Rafn. Fornaldar sögur Nordrlanda 3 (kaup mannahöfn 1830), bls. 503. 29 Grettis saga Ásmundarsonar. Útg. Guðni Jónsson. Íslenzk fornrit 7 (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1936), bls. 129. 30 The Complete Sagas of Icelanders II, bls. 110 (38. kap.). Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 94
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.