Saga


Saga - 2014, Side 97

Saga - 2014, Side 97
skilningur sé nærtækastur. ef það hefur verið meining þess sem skráði söguna að vísa til happa beggja aðila er það raunar mesta kaldhæðni því að það varð Gretti síður en svo til happs að sækja eld- inn. eigendur eldsins héldu að hann væri óvættur þar sem hann kom klakasýldur af hafi. Þeir snerust því gegn honum með eldibröndum og brenndu svo húsið og sjálfa sig inni. Mennirnir voru íslenskir, og fyrir víg þeirra var Grettir dæmdur sekur skógarmaður á Íslandi.31 Loks er í safninu eitt dæmi þar sem skýrt er að talað sé um að sá heppni flytji öðrum happ. Það er í riddarasögu, Mágus sögu jarls, þar sem segir frá vilhjálmi Laissyni, konungbornum manni sem býr sig í stafkarlsgervi, svæfir Hermóð varðmann með víni og mat, kyrkir hann, skiptir á fötum við hann, hittir varðmenn við borgar - hlið, segist hafa drepið stafkarlinn og vísar þeim á hann. Þeir láta blekkjast ásamt Sigurði nokkrum konungssyni sem „þakkar Her - móði [þ.e. þeim sem hann heldur vera Hermóð] og sagði að hann var jafnan heppnastur.“32 Sigurður hlýtur að eiga við að Hermóður hafi fært sér happ, þótt ekki væri það raunin. Dæmasafn orðabókar Árnanefndar nær ekki yfir bundið mál en Lexicon poeticum hefur gott safn af dæmum úr því. Undir lýsingar- orðinu heppinn, ásamt allheppinn og orðheppinn, er vísað í sex dæmi. Tvö þeirra sé ég ekki ástæðu til að efa að vísi til happa þess sem talað er um, enda eru bæði í lofkvæðum um konunga, Gráfeldar - drápu Glúms Geirasonar og Magnúsdrápu Arnórs Þórðarsonar, og virðast fremur innihaldssnauð lofsyrði.33 eitt dæmi má auðveldlega skilja á hvorn veginn sem er. Í Ís - lendinga sögu Sturlungu er sagt frá kviðlingi sem „kom upp“ norður í Miðfirði á öðrum áratug 13. aldar. Þar er ort um syni Gísls bónda á Reykjum í Miðfirði, og er gefið í skyn að höfundurinn hafi verið Tannur nokkur Bjarnason. Í útgáfu Sturlungu er fyrri hluti kviðlingsins prentaður svona: Upp hafa eigi heppnir ullstakks boðar vaxit fimm ok fullir vamma fleinveðrs á bœ einum. hvers vegna var leifur eiríksson …? 95 31 Grettis saga Ásmundarsonar, bls. 127–134 og 146–147. 32 Mágus saga jarls (hin meiri). Útg. Bjarni vilhjálmsson. Riddarasögur 2 (Reykjavík: Íslendingasagnaútgáfan 1949), bls. 389–391. 33 Den norsk-islandske Skjaldedigtning ved Finnur Jónsson. B. Rettet Tekst. I (kaupmannahöfn: Gyldendal 1912–1915), bls. 67 og 308. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.