Saga - 2014, Page 92
í atburðarás sagnanna.7 en hvað sem kann að vera rétt í því efni
verða að teljast sannfærandi líkur til að sá kjarni sé réttur að Leifur
eiríksson hafi fengið viðurnefnið heppni vegna þess að hann hafi
bjargað fólki úr sjávarháska. eiríks sögu rauða og jafnvel Ólafs sögu
Tryggvasonar má skilja þannig að höfundi textans hafi þótt björg-
unin ein ónógt tilefni til viðurnefnisins og þess vegna hafi hann bætt
því við að heppni hans hafi líka birst í því að hann færði löndum
sínum kristni. en í Grænlendinga sögu er hvorki Leifi né Ólafi
Tryggvasyni eignuð nein hlutdeild að kristnun Grænlendinga, og
færð hafa verið rök að því að ekki sé rétt að Ólafur hafi látið kristna
þá.8 Það stendur því eftir að kjarni sögunnar af viðurnefni Leifs er
sá að það sé dregið af björgun skipbrotsmannanna.
en er það sennilegt að maður sé kallaður heppinn vegna þess að
hann bjargi fólki úr lífsháska? voru það ekki fremur skipbrotsmenn
sem voru heppnir að Leifur skyldi vera þarna á ferð og koma auga
á þá? Auðvitað má segja að Leifur hafi unnið sér inn einhverja
góðvild hjá Guði og mönnum með því að bjarga fólkinu. Í sögunum
er heldur ekki vikið að því að björgunin hafi verið happ fyrir Leif,
heldur er lögð áhersla á göfugmennsku og drengskap hans, eins og
kemur fram í tilvitnuninni til eiríks sögu hér á undan. Í Græn lend -
inga sögu er rakið nákvæmlega hve marga skipbrotsmenn Leifur
tók á vist hjá sér um veturinn eftir og hve mörgum hann kom fyrir
hjá öðrum. Sjálfsagt hefur það getað verið umtalsvert álag að bæta
fimmtán manns á vetrarforðann í lítilli byggð í harðbýlu landi.
Hvernig sem á er litið er samt býsna langsótt að kalla Leif ævilangt
hinn heppna fyrir vikið. Hann hefði fremur átt að fá viðurnefnið hinn
örvi eins og Brandur vermundarson úr vatnsfirði en Noregskon -
ungur prófaði örlæti Brands með því að láta hann gefa sér skikkju
sína, öxi og kyrtil. Þá var Brandi loks nóg boðið svo að hann sneið
orðalaust aðra ermina af kyrtlinum, sem konungur skildi auðvitað
sem yfirlýsingu um að hann gæti ekki haft nema eina hönd, „at
þiggja ávallt, en veita aldrigi“.9
Raunar er lögð talsverð áhersla á mannkosti Leifs í sögum. Í
eiríks sögu rauða eru lofsyrðin um hann sem eru birt hér að framan
gunnar karlsson90
8 Jón Jóhannesson, „Aldur Grænlendinga sögu“, Nordæla. Afmæliskveðja til prófess-
ors dr. phil. & litt. & jur. Sigurðar Nordals, ambassadors Íslands í Kaupmanna höfn, sjö-
tugs 14. september 1956 (Reykjavík: Helgafell 1956), bls. 154–156.
9 Brands þáttr ǫrva. Útg. einar Ól. Sveinsson. Íslenzk fornrit 4 (Reykjavík: Hið
íslenzka fornrita félag 1935), bls. 187–191.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 90