Saga - 2014, Blaðsíða 131
Levitt, gera minna úr stöðugleika slíkra samskipta, heldur leggja áherslu á
að þau geti verið ómarkviss og óreglubundin.2
Fræðileg umræða hefur einnig snúist um muninn milli þverþjóðleika að
„ofan“ og „neðan“.3 Í ritgerðinni er áherslan lögð á þverþjóðleika efri laga,
enda ekki mikil umfjöllun um Dani í lægri stéttum eins og áður sagði. Þar
hefði þó mátt fara nánar út í að skilgreina stöðu danskra innflytjenda út frá
fræðilegum vandamálum sem lúta að tengslum við ríkisvaldið: Að hve
miklu leyti voru „þverþjóðlegir frumkvöðlar“, eins og kaupmenn, háðir
danska móðurríkinu? Gátu þeir sýnt sjálfstæði gagnvart því? Með öðrum
orðum má spyrja hvort mörkin milli þess að vera á mála hjá ríkisvaldinu og
njóta borgararéttinda á grundvelli ríkjasambandsins hafi verið skýr, þ.e.
milli gerenda sem eru háðir ríkinu og þeirra sem eru óháðir því (e. non-state
actors). Það leiðir einnig hugann að nútímavæðingu. Í ritgerðinni er mikil
áhersla lögð á birtingarmyndir hennar og gengið út frá því að þær hafi verið
jákvæðar. en það hefði gjarnan mátt setja efnið bæði í samhengi við fræði -
lega umræðu um hugtakið, sem oft og tíðum er gagnrýnin, og við valda-
samband Íslendinga og Dana.
einnig vaknar sú spurning hvers vegna ekki sé gerð tilraun til að skil-
greina þjóðernishugtakið. Ritgerðin fjallar um Dani á Íslandi og samskipti
þeirra við Íslendinga — án þess að setja sögu þeirra í samhengi við aðra
útlendinga á Íslandi. Því hefði mátt gera hugmyndum um þjóðernisvitund
og sjálfsmyndir Dana og Íslendinga ýtarlegri skil. einnig má spyrja hvort
hugtakið „dreifþjóð“ (e. Diaspora) hefði átt heima í kenningarlegri útfærslu
á viðfangsefninu. Útvíkkun hugtaksins á síðustu áratugum hefur leitt til
þess að það hefur fengið sífellt meira vægi í rannsóknum á sviði þver -
þjóðleika og blandast þeim. Hér má t.d. nefna umfjöllun Rogers Brubaker4
og Stevens vertovec5 um hugtakið en þeir hafa líka fjallað um þverþjóðleika.
Fullyrða má að það hefði verið í samræmi við þá túlkun höfundar að setja
samtímakenningar um innflytjendur í sögulegt samhengi að beita hug -
takinu. Auk þess má færa rök fyrir því að hollusta danskra innflytjenda við
móðurríkið — og sú afstaða að halda einkennum sínum í stað þess að sam-
lagast á forsendum Íslendinga — endurspegli samtímahugmyndir um dreif -
þjóðir. Það hefði hugsanlega getað gefið umræðunni um menningarsam -
þættingu, sem svo mikil áhersla er lögð á í ritgerðinni, nýja vídd.
andmæli 129
2 Peggy Levitt, „Transnational Migration: Taking Stock and Future Directions“,
Global Networks: A Journal of Transnational Affairs 1:3 (2001), bls. 195–216.
3 Roger Waldinger og David Fitzgerald, „Transnationalism in Question“,
American Journal of Sociology 109:5 (2004), bls. 1177–1195.
4 Rogers Brubaker, „The ‘diaspora’ diaspora“, Ethnic and Racial Studies, 28:1
(2005), bls. 1–19.
5 Steven vertovec, „Conceiving and Researching Transnationalism,“Ethnic and
Racial Studies 22: 2 (1999), bls. 447–462.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 129