Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 17
ANDVARI
LÚÐVÍK JÓSEPSSON
15
bók kom út hjá Samvinnufélagi útgerðarmanna og Síldarvinnslunni í
Neskaupstað 1983. Ennfremur hefur Smári skrifað bókina Saga norð-
firskrar verkalýðshreyfingar, fyrra bindi, sem kom út hjá Nesprenti
Neskaupstað 1993. Bókin Heilbrigðisþjónusta á Norðfirði 1913 -
1990 sem kom út 1993 eftir Stefán Þorleifsson er merkilegt heim-
ildarrit um forystu Lúðvíks við uppbyggingu Fjórðungssjúkrahússins í
Neskaupstað.
í öllum skrifum Lúðvíks sem ég hef undir höndum og eru upp á
nokkur hundruð handskrifaðar síður er ein vísa, þessi:
Það er dauði og djöfuls nauð
er dyggðasnauðir fantar
safna auð með augun rauð
þá aðra brauðið vantar.
Þessi vísa er ýmist eignuð Bólu-Hjálmari eða Sigurði Breiðfjörð.
Strákur
Lúðvík var fæddur 1914 í húsi sem þá var kallað Jónshús í Neshreppi,
Skorrastaðasókn.5 Þar búa þá hjónin Jón Hávarðsson, fæddur 1856, kona
hans Þórstína Þorsteinsdóttir, þrjátíu og tveimur árum yngri, 36 ára,
fædd 1880, og þrjú börn þeirra. Konan er ólétt. Það þykir Jóni af ein-
hverjum ástæðum sérkennilegt. Hann er viss um að það sé annar faðir
að barninu en hann sjálfur. Honum finnst líklegast að það sé Benedikt
Jósep Gestsson, 19 ára piltur, 24 árum yngri en barnshafandi hús-
freyjan. Eitthvað gengur illa að fá húsfreyju til að játa. Þá bregður Jón á
það ráð að fara með hana fjallveg, þó um hávetur sé, yfir Oddsskarð að
Eskifirði til sýslumannsins. Þar játaði Jósep á sig faðernið og Þórstína
samband við hann. Þar með fékk Jón það sem hann vildi og auk þess
meðlag með barninu.6 Barnið ól Þórstína 16. júní um sumarið. Það var
vatni ausið og látið heita Lúðvík Aðalsteinn. Sjálfur var sá drengur
alltaf viss um að hann væri sonur Jóns.7 Hann var líkur honum, Jóni,
var sagt, þó hann væri líka líkur mömmu sinni, henni Þórstínu. Það
sést á mynd sem höfundur þessara orða hefur séð af henni. En fæðing
barnsins varð ekki til að styrkja hjónaband þeirra Jóns og Þórstínu. Þau
skildu fljótlega eftir að Lúðvík fæddist. Hún fór síðan, líklega 1919, að
búa með Einari Brynjólfssyni í Miðhúsum í Norðfirði, hann var fæddur