Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 17

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 17
ANDVARI LÚÐVÍK JÓSEPSSON 15 bók kom út hjá Samvinnufélagi útgerðarmanna og Síldarvinnslunni í Neskaupstað 1983. Ennfremur hefur Smári skrifað bókina Saga norð- firskrar verkalýðshreyfingar, fyrra bindi, sem kom út hjá Nesprenti Neskaupstað 1993. Bókin Heilbrigðisþjónusta á Norðfirði 1913 - 1990 sem kom út 1993 eftir Stefán Þorleifsson er merkilegt heim- ildarrit um forystu Lúðvíks við uppbyggingu Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. í öllum skrifum Lúðvíks sem ég hef undir höndum og eru upp á nokkur hundruð handskrifaðar síður er ein vísa, þessi: Það er dauði og djöfuls nauð er dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð þá aðra brauðið vantar. Þessi vísa er ýmist eignuð Bólu-Hjálmari eða Sigurði Breiðfjörð. Strákur Lúðvík var fæddur 1914 í húsi sem þá var kallað Jónshús í Neshreppi, Skorrastaðasókn.5 Þar búa þá hjónin Jón Hávarðsson, fæddur 1856, kona hans Þórstína Þorsteinsdóttir, þrjátíu og tveimur árum yngri, 36 ára, fædd 1880, og þrjú börn þeirra. Konan er ólétt. Það þykir Jóni af ein- hverjum ástæðum sérkennilegt. Hann er viss um að það sé annar faðir að barninu en hann sjálfur. Honum finnst líklegast að það sé Benedikt Jósep Gestsson, 19 ára piltur, 24 árum yngri en barnshafandi hús- freyjan. Eitthvað gengur illa að fá húsfreyju til að játa. Þá bregður Jón á það ráð að fara með hana fjallveg, þó um hávetur sé, yfir Oddsskarð að Eskifirði til sýslumannsins. Þar játaði Jósep á sig faðernið og Þórstína samband við hann. Þar með fékk Jón það sem hann vildi og auk þess meðlag með barninu.6 Barnið ól Þórstína 16. júní um sumarið. Það var vatni ausið og látið heita Lúðvík Aðalsteinn. Sjálfur var sá drengur alltaf viss um að hann væri sonur Jóns.7 Hann var líkur honum, Jóni, var sagt, þó hann væri líka líkur mömmu sinni, henni Þórstínu. Það sést á mynd sem höfundur þessara orða hefur séð af henni. En fæðing barnsins varð ekki til að styrkja hjónaband þeirra Jóns og Þórstínu. Þau skildu fljótlega eftir að Lúðvík fæddist. Hún fór síðan, líklega 1919, að búa með Einari Brynjólfssyni í Miðhúsum í Norðfirði, hann var fæddur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.