Andvari - 01.01.2014, Qupperneq 22
20
SVAVAR GESTSSON
ANDVARI
mennt. Starfaði sem slíkur lengi, var íþróttafulltrúi Kópavogsbæjar, síðar
yfirmaður sundlauga Kópavogs og seinna skíðasvæðastjóri í Bláfjöllum
á vegum Kópavogsbæjar. Var sundkappi á yngri árum; keppti í sundi
og setti Austurlandsmet. Keppti líka í frjálsum íþróttum. Steinar hefur
alltaf verið harðpólitískur. Var virkur félagi í Æskulýðsfylkingunni,
starfaði í Félagi óháðra kjósenda í Kópavogi og var á framboðslistum
félagsins. Var alltaf traustur stuðningsmaður Alþýðubandalagsins og
tekur virkan þátt í Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Kópavogi
eftir því sem heilsan leyfir. Hann var afar vel látinn, bæði sem sam-
starfsmaður, yfirmaður og félagi. Hann var þó látinn gjalda skoðana
sinna þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur komust til valda í
Kópavogi 1990 og honum var sagt upp starfi sem yfirmaður sundlauga-
starfseminnar í Kópavogi. Urðu af því blaðaskrif og mótmæli. Fyrri
kona Steinars og móðir Elínar er Guðrún Helgadóttir frá Hvammi í
Hrunamannahreppi. Seinni kona hans var Sigurbjörg Helgadóttir. Þau
skildu. Steinar hefur því búið einn síðustu árin.
„Já við töluðum heilmikið saman við pabbi í alls konar gönguferðum.
Oftast um pólitík. Já okkur kom vel saman,“ sagði Steinar, þegar ég
spurði hann. „Pabbi var alltaf aðeins til baka,“ sagði Steinar. „Ha?“
sagði ég. „Já, Ragnar varð formaður og svona.“
„Hvernig var þetta á uppvaxtarárum þínum?“ spurði ég Steinar.
„Skólagangan fór öll í vitleysu. Við komum ekki suður á haustin fyrr
en þingið var sett; þá var skólinn löngu byrjaður og ég kom seinna en
hinir krakkarnir,“ segir Steinar. „Svo þurfti kannski að fara aftur um
áramót og vera í skóla fyrir austan til vorsins.“
Greinilegt er að þarfir Steinars, barnsins, hafa mætt afgangi. Var
Lúðvík einn um það? Nei, aldeilis ekki, segir undirritaður, sem talar
af reynslu fyrir hönd barnanna sinna. Þegar Lúðvík fór fyrst suður
eftir haustkosningarnar 1942 auglýsti hann eftir herbergi og var einn
fyrir sunnan. Það líkaði honum ekki; eftir það fylgdu þau honum oftast
Steinar og Fjóla. Stundum mánuðum saman í einu herbergi á Hótel Borg
þar sem þingmenn bjuggu á þeim árum. „Þar kynntist ég Pétri Östlund,
seinna stórtrommuleikara,“ segir Steinar, „hann var þarna þegar
mamma hans, María Markan, var að syngja.“ Einn veturinn var Steinar
fyrir austan hjá Gunnari Ólafssyni skólastjóra og fjölskyldu hans. Einu
sinni var hann um lengri tíma hjá ömmu sinni, henni Þórstínu.
í línunum sem birtust fremst í þessari samantekt er mikil saga: Þórstína