Andvari - 01.01.2014, Síða 24
22
SVAVAR GESTSSON
ANDVARI
þeir ákváðu sjálfir fram á árið 1926 hvað greitt var í tímakaup og þeir
ákváðu sjálfir allar vinnureglur og að sjálfsögðu ákváðu þeir leiguna
fyrir Bryggjuhúsið og annað húsnæði sem þeir leigðu starfsmönnum...
Bryggjuhúsið stóð á hafskipabryggju Konráðs. Ég átti lengst af heima
í syðstu íbúð þess, eða þeirri íbúð sem næst var bryggjuhausnum. Frá
íbúð okkar voru um 20-30 metrar að brún bryggjuhaussins. Skip sem
komu að bryggjunni voru því býsna nærri íbúð okkar. Fá skip komu að
bryggjunni án þess að við fylgdumst með því, hvort sem var á nóttu eða
degi. Það fer að líkum að þarna hefir verið nóg að sjá og heyra fyrir
10-14 ára stráka. Ég segi stráka, því auðvitað var ég ekki einn. Þarna
áttu heima margir strákar á mínum aldri...
Strákar sem ólust upp á Norðfirði á þessum árum kynntust snemma
öllu því sem að útgerð og fiskveiðum sneri. Við tókum skektur og
árabáta, sem lausir voru, og rerum á þeim út í skipin og það var ævin-
týri að eiga viðskipti við útlendingana. Snemma vorum við settir í hvers
konar fiskvinnu og vinnu við veiðarfæri. Bátar og bryggjur, erlend skip
og alls konar útgerðarvinna, það var okkar umhverfi. Um þetta töluðum
við og um þetta hugsuðum við alveg eins og fullorðna fólkið.
Strákar voru varla orðnir meira en 8-10 ára þegar þeir voru settir
í línuvinnu í sjóhúsunum, eða látnir taka þátt í að breiða fisk og taka
saman, eða sýsla eitthvað sem tengdist sjávarútvegi.“22
„Að sýsla við eitthvað sem tengdist sjávarútvegi.“ Það varð ævistarf
Lúðvíks.
Og það var ekki bara leikur fyrir „strákana“. Það er mikið um stráka
í óprentuðum handritum Lúðvíks Jósepssonar. Konur voru ekki mikið
í pólitík á þessum áratugum. í handritum sínum talar Lúðvík reyndar
aldrei um stöðu kvenna. Það var gaman að því þegar hann í þingflokki
Alþýðubandalagsins áratugum seinna ávarpaði strákana og horfði beint
í augun á Guðrúnu Helgadóttur.
Það var líka alvöruvinna fyrir „strákana“ á uppvaxtarárum Lúðvíks:
„A árunum frá 8 ára aldri til 15 ára vann ég stöðugt við ýmsar útgerðir.
Fyrst var eingöngu unnið við að stokka upp og beita. Línuvinnan var
akkorðsvinna. Greiðslan var föst fyrir að stokka upp fimm strengja
línu og eins fyrir að beita slíka venjulega línu. Þegar aldurinn hækkaði
bættist við allskonar fiskaðgerðarvinna, að slægja fisk, salta fisk, rífa
upp úr salti, umsalta, vaska fisk og breiða og taka saman. Og enn síðar
bættust við öll önnur störf sem útgerðarrekstrinum fylgdi, þar með talið
að hreinsa eða gera við bát, eða ná í krækling eða plægja fyrir kúskel “23