Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2014, Page 26

Andvari - 01.01.2014, Page 26
24 SVAVAR GESTSSON ANDVARI „Ég var 12 ára þegar ég var fyrst ráðinn fyrir fast mánaðarkaup. Það var kaupmaður á staðnum sem réði mig til 6 mánaða. Kaupmaður þessi keypti fisk af bátum til verkunar og útflutnings. Ég tók þátt í öllum störfum sem komu við fiskverkun. Þar var gert að fiski nýjum upp úr bátum. Oftast var ég látinn fara innaní og var þá reynt að hafa undan hausningamanninum. Stundum þurfti ég þó að hausa og að því kom að ég lærði einnig að fletja fisk... Næstu tvö árin réði ég mig til útgerðar- manns sem gerði út mótorbát. Ég átti að sjá um vinnuna í landi en eigandi bátsins réri við annan mann á bátnum. Ég hafði mikið að gera þessi tvö ár. Vinnan byrjaði venjulega klukkan 5-6 á morgnana og stóð oftast til klukkan 7 að kvöldi.“26 14 tíma vinna unglings, barns, kom ekki að sök í þroska Lúðvíks Jósepssonar. Hann heldur áfram: „Þegar ég var 15 ára var ég talinn fullgildur hlutarmaður til vinnu í landi við bátaútgerð. A árunum 1929-1931 vann ég mikið við bátaútgerð og hafði allgott kaup. Fram að þeim tíma hafði allt kaup sem ég vann fyrir runnið til heimilis móður minnar og fóstra. En síðustu tvö árin fyrir 1931 var allt kaup mitt lagt til hliðar og mér ætlað til framhalds- skólagöngu. Þegar ég fór í Menntaskólann á Akureyri vorið 1931 þá gat ég greitt sjálfur allan kostnað við skólagönguna. Þannig stóðu mín fjár- hagsmál áfram árin 1931 til 1934 á meðan ég var í skóla. Ekki var um neina styrki að ræða, né lán; og ekki kom til mála að bláfátækt heimili móður minnar og fóstra legði þar neinar beinar greiðslur. Þau veittu mér þann stuðning að ég þurfti ekki að greiða til heimilisins þó að ég dveldi þar vegna vinnu á sumrin. Vorið 1931 fór ég ásamt þremur öðrum jafnöldrum mínum á Norðfirði norður til Akureyrar til þess að þreyta þar inntökupróf upp í annan bekk Menntaskólans. Prófið gekk eðlilega og um haustið settist ég í annan bekk skólans. í skólanum var ég svo í þrjá vetur þó með þeim frádrætti sem leiddi af því að ég varð illilega veikur síðasta veturinn eða skólaárið 1933/1934. Afleiðing veikindanna varð sú að ég hætti námi í skólanum en kom heim til Norðfjarðar vorið 1934. Vegna fjár- skorts varð ég svo að hætta við frekara framhaldsnám. Örlögin urðu líka þau að ég tók við kennslu í Gagnfræðaskóla Neskaupstaðar haustið 1934 og vann þar fram á árið 1942.“27 Jafnaldrarnir fjórir voru Lúðvík, Jóhannes Stefánsson, Stefán Snævarr, síðar prestur á Völlum og loks á Dalvík,28 og Bjarni Vilhjálmsson, seinna þjóðskjalavörður. Haustið 1933 byrjar Lúðvík í 4. bekk en veikist rétt fyrir jól og fer að Kristnesi þar sem hann er á berklaspítalanum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.