Andvari - 01.01.2014, Page 29
ANDVARI
LÚÐVÍK JÓSEPSSON
27
Norðfirði þessi árin; líka strákarnir sem réru út í bátana og tóku þátt í
skákmótunum. Alþýðuflokkurinn hafði völdin í Neskaupstað frá 1925-
1936.
Háðsglott
Lúðvík lýsir ástandinu svona á valdatíma Alþýðuflokksins:
„Á kaupmannatímabilinu og í byrjun á valdatíma Alþýðuflokksins
blasti við manni fjöldi allslausra verkamanna og sjómanna sem ekkert
áttu, fengu ekkert kaup heldur innskrift, urðu að taka á sig atvinnuleysi
og þiggja sveitarstyrk þegar eitthvað bjátaði á yfir veturinn. Maður fann
að þetta var ranglátt skipulag. Verkalýðsbaráttan var að skjóta rótum og
kratarnir áttu þennan glæsilega forystumann. Það er eiginlega svolítið
undarlegt að maður skuli aldrei hafa slegist í þann hóp. Einhvern
veginn var það svo að ég gerði ekki alveg upp hug minn fyrr en komið
var fram undir 1930 eða jafnvel seinna, þegar ég var orðinn 16-17 ára.
Þá fannst mér kratarnir of linir. Þetta gekk ekki hjá þeim. Þó voru þeir,
finnst mér núna eftir á, að bardúsa í mörgu ágætu. Þá voru að byrja að
berast blöð og ritlingar frá hinum róttækustu og maður fór að lesa einn
og einn ritling sem barst. Ég held að móðir mín og fóstri hafi verið
kjósendur Jónasar, en hafi þó líklega stutt Ingvar Pálmason37 til þings
áður. Það má svo segja að um það leyti sem ég fer norður til Akureyrar
að þreyta þar próf, vorið 1931, þá sé ég búinn að taka afstöðu.“38 Þá er
Lúðvík reyndar ekki nema 17 ára.
Jóhannes og Lúðvík áttu eftir að komast í kynni við kommúnistana á
Akureyri; Einar Olgeirsson hefur verið eins og kyndill í umhverfi sínu
þessi misseri. Hann er nú forstjóri Síldareinkasölu ríkisins.
Þeir voru eins og nýir menn og öðru vísi þegar þeir komu heim með
ný pólitísk viðhorf. En höfðu auk þess gengið í gegnum alvarleg veik-
indi; Jóhannes fékk blóðkreppusótt og yfirgaf menntaskólann í mars
1933 en Lúðvík berkla. Meðan þeir voru í menntaskólanum höfðu þeir
orðið vitni að ofsóknum Jónasar Jónssonar frá Hriflu sem var ráðherra
um þessar mundir og hafði látið reka Ásgeir Blöndal Magnússon úr
menntaskólanum nokkrum árum áður.39 Þeir kynntust líka hörðum
stéttaátökum, eins og Nóvudeilunni vorið 1933. Þetta varð með öðru til
þess að það fóru að birtast greinar í blöðum, ekki síst Verkamanninum
á Akureyri, þar sem bæjarmálaforysta Jónasar á Norðfirði var gagn-