Andvari - 01.01.2014, Page 33
ANDVARI
LÚÐVÍK JÓSEPSSON
31
Neskaupstað 1933. Deildin undirbjó framboð í janúar 1934 og fékk
háðulega útreið í kosningum. „En þegar búið var að telja stóðum
við eins og bjánar. 28 akvæði, það var allt og sumt. Miklu minna en
við bjuggumst við.“52 Þannig lýsti Jóhannes Stefánsson útkomunni.
Alþýðuflokkurinn fékk 222 atkvæði og fimm menn, 54,5% atkvæða.
Atkvæði Kommúnistaflokksins reyndust færri en samanlagður fjöldi
frambjóðenda og meðmælenda. „Mér er í minni háðsglottið á sumum
krötunum, þegar talningu var lokið. En þeim gafst ekki annað tækifæri
til þess að glotta yfir óförum okkar.“ - Þetta skrifaði Bjarni Þórðarson
í jólablað Austurlands nærri fjörutíu árum síðar, 1971.53
Þrír
Kommúnistaflokkur íslands var stofnaður 1930. Hann gekk mjög langt
í árásum á Alþýðuflokkinn fyrstu árin en sneri svo við blaðinu og
boðaði samstöðu gegn fasismanum og kapítalismanum. Hann hvatti
til samstöðu allra verkalýðssinna. Þetta var kallað samfylkingarstefna.
Samfylkingarlínan varð kommúnistum á Norðfirði heilladrjúg en Jónas
og félagar á Norðfirði lögðust eins og þeir gátu gegn því að starfa með
kommúnistum. Alls staðar þar sem því varð við komið unnu kommún-
istar hins vegar eftir samfylkingarlínunni og varð svo ágengt að Lúðvík
og Jóhannesi var hleypt inn í stjórn Verklýðsfélagsins.
Lúðvík gekk í Kommúnistaflokkinn 25. október 193554. í ársbyrjun
1936 voru 11 félagar í kommúnistadeildinni í Neskaupstað. Jóhannes
Stefánsson gekk í deildina 19. janúar 1936. Á þeim fundi var Lúðvík
kosinn formaður, Bjarni ritari og Valgeir Sigmundsson skósmiður
gjaldkeri. Hinn nýi formaður tók félagsstarfið traustum tökum. Fundir
voru haldnir heima hjá Lúðvík og Fjólu Steinsdóttur.55
Stefnan var sett á sterkari stöðu í öllu bæjarfélaginu: Verklýðsfélagið
var þó aðalatriðið. Samvinnufélag útgerðarmanna var sérstakt verkefni,
þá Pöntunarfélag alþýðu. Samvinnufélagið var eiginlega sjómannafélag
í bland; Lúðvík og hálfbróðir hans áttu bát saman, Enok hét báturinn,
og þeir gátu því verið í Samvinnufélagi útgerðarmanna. Þeir beittu sér
í félaginu og Lúðvík varð seinna í áratugi formaður Samvinnufélags
útgerðarmanna, SÚN. Það félag er enn 2014 sterkur aðili að atvinnu-
fyrirtækjum í Neskaupstað.
Þeir félagar létu sér ekki nægja hin pólitísku félög. Lúðvík var for-