Andvari - 01.01.2014, Síða 41
ANDVARI
LÚÐVÍK JÓSEPSSON
39
fyrirtækin; enginn gat selt þau eða farið með þau með sér á önnur
landshorn.
Með valdastöðunni í SÚN myndaðist það band sem batt stjórnmála-
hreyfingu íslenskra sósíalista við „fyrirtækið“ eins og Samvinnufélagið
og Síldarvinnslan voru kölluð mín forystuár í Alþýðubandalaginu 1978-
1999. Ég leit á það sem sjálfsagt verkefni að heimsækja „fyrirtækið“
í Neskaupstað og að kunna rekstrartölur sjávarútvegsfyrirtækja upp á
prósent. Tengslin við SÚN höfðu veruleg og mótandi áhrif á pólitík
Alþýðubandalagsins frá upphafi til loka. Ég tók við formennsku af
Lúðvík 1980; það var eðlilegur hluti þess verkefnis sem ég tók við af
Lúðvík að heimsækja Neskaupstað.
Stundum var sagt eystra þegar höfundur var þar í vinnu á síldar-
plani, sumarið 1966, að kommarnir væru allt í öllum félögum nema í
sóknarnefndinni; þeir hefðu ákveðið að láta kirkjuna í friði. Það var að
vísu ekki alveg rétt, sagði Oli kommi, Olafur Þ. Jónsson, sem var með
mér í niðurrifskvartettinum í Neskaupstað.72 Þegar efna átti til prests-
kosninga stóð til að séra Sigurjón Éinarsson, sem er vinstri maður,
byði sig fram til prests í Neskaupstað. Þá var óðara boðaður félags-
fundur í Sósíalistafélaginu í Neskaupstað. Þar hafði ekki verið haldinn
fundur lengi og félagarnir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Því varð
fjölmenni á fundinum. Formaður félagsins, þá Bjarni Þórðarson, sagði í
framsögu, að það ætti að styðja séra Sigurjón í prestskosningunum. Það
leist einhverjum fundarmanna illa á og sagði: „Iss, hann er með skegg.“
En Bjarni svaraði skörulega að bragði: „Hver andskotinn er þetta
maður, var ekki frelsarinn með skegg, mig minnir það.“ Þar með var
málið afgreitt - en Sigurjón dró framboð sitt til baka. Þetta var á sjötta
áratugnum. Hins vegar var þetta nokkurn veginn rétt hjá Ola komma.
Helgi Guðmundsson, prestssonur frá Norðfirði, sagði mér nefnilega í
tölvupósti: „Það er alveg rétt að kommarnir létu sóknarnefndina vera.
Hinsvegar réðu þeir öllum embættum kirkjunnar frá því að pabbi var
kosinn prestur 1943, en hann var skólafélagi Lúðvíks og Jóhannesar á
Akureyri, þá í samtökum ungra kommúnista en í Sósíalistaflokknum í
Neskaupstað. Hann var sem sagt sóknarpresturinn, Sigdór V. Brekkan
var organistinn og meðhjálpari var Símon Eyjólfsson en báðir voru þeir
í Sósíalistaflokknum og Sigdór auk þess bæjarfulltrúi samfylkingar-
manna. (Man reyndar ekki hver var hringjari!).“73 Séra Guðmundur
Helgason gegndi reyndar fjölmörgum trúnaðarstöðum í Neskaupstað
og skrifaði mikið í Austurland. Verksvið hans voru barnaverndarmál