Andvari - 01.01.2014, Page 52
50
SVAVAR GESTSSON
ANDVARI
að Hjörleifur Guttormsson sem hafði verið í þriðja sætinu, en fluttist
nú upp í annað sæti, hafði ekki áhuga á því og þar með var sú saga öll.
Smári Geirsson er kennari og mikilvirkur fræðimaður og rithöfundur.
Hann starfaði náið með Guðmundi að bæjarmálum í Neskaupstað og
Fjarðabyggð; var um skeið forseti bæjarstjórnar.
Ég hitti Stefán Þorleifsson sjúkrahúsráðsmann fyrsta morguninn sem
ég var í heimsókn í Neskaupstað vorið 2014. Hann er 98 ára þegar ég
hitti hann og hefur ákveðið að ná að vera við opnun Oddsskarðsgang-
anna eftir tvö ár. Stefán er geislandi persónuleiki rétt eins og hann
sjálfur lýsir Lúðvík og ber aldurinn undravel. Framar í þessum skrifum
er vitnað í samtölin við Stefán.
Svo ræddi ég við Kristin V. Jóhannsson fyrrverandi forseta bæjar-
stjórnar í Neskaupstað. Kristinn segir að Lúðvík hafi alltaf verið
tilbúinn til þess að vinna verk fyrir bæinn syðra og hann hafði afar
gott samband við minnihlutann. Kristinn kynntist Lúðvík sérstaklega
vegna þess að hann leigði íbúð Lúðvíks í Neskaupstað í tvö ár. „Ég
kynntist Fjólu meira,“ segir Kristinn. „Lúðvík talaði alltaf við mig eins
og kennari við nemanda. Hann benti mér oft á það sem hann taldi að
betur mætti fara í bænum. Þessa gangstétt þarf nú að laga, og svoleiðis.
Hann var ekki beint að reyna að stjórna okkur, og þó. Allir vissu hver
hann var og það var alltaf talað um Lúðvík af virðingu, líka af íhalds-
fólki.“ Kristinn lét líka flakka frásögn af því þegar bærinn efndi til
höggmyndasýningar í tilefni af 40 ára afmæli bæjarins. Þar voru sýnd
verk eftir marga fremstu listamenn landsins. Kristinn var þá bæjar-
fulltrúi og þegar Lúðvík kom í bæinn bað hann Kristin um að ganga
með sér um sýninguna. Þarna voru sömu verk og sýnd höfðu verið
á Skólavörðuholtinu í Reykjavík og höfðu vissulega ekki eingöngu
vakið hrifningu heldur jafnvel hneykslun. Þegar þeir höfðu gengið
um sýningarsvæðið sagði Lúðvík: „Þetta verður okkur til ævarandi
skammar. Þið eigið eftir að sjá eftir þessu.“ Þarna voru til dæmis verk
eftir Sigurjón Olafsson, Sigurð Guðmundsson og Dieter Roth.95
Þórður Þórðarson er fæddur 1925, bróðir Bjarna Þórðarsonar. Hann
vann hjá Síldarvinnslunni í áratugi. Kallaður Lilli Matt. „Lúðvík
vildi vita allt um fyrirtækið og annað hér í bænum. Ef einhver þurfti
lán hjá Fiskveiðisjóði þá sinnti hann því. Hann sendi mér svo allar
ávísanirnar og ég borgaði umsækjendunum sem voru að fjármagna
bátana sína. Við áttum mikið saman að sælda, alltaf. Hann leit oft til
Jóseps pabba síns á Eskifirði þegar hann átti leið um. Þegar fólkið í