Andvari - 01.01.2014, Page 77
andvari
LÚÐVÍK JÓSEPSSON
75
„Þessir félagar tilheyra þeim öflum í Alþýðubandalaginu sem vilja
náin tengsl við bræðraflokka sósíalísku landanna.“
Þetta er ekki lýsing á veruleika heldur draumum og ég er ekki einu
sinni viss um að Einar Olgeirsson hefði viljað hafa þetta svona í raun.
Þetta er fjarstæðuheimur.
En Lúðvík gekk líka nokkuð langt og lét gamminn geisa við austur-
þýska flokkserindreka og diplómata rétt eins og hann væri staddur í
Pfaff-klúbbnum. Sagði það sem honum datt í hug. Nú verður að muna að
Lúðvík var alltaf að hugsa um hagsmuni sjávarútvegsins, meðal annars
um markaðsaðstæður og möguleika hans til þess að koma vörum sínum
á framfæri og í sölu erlendis. Sovétríkin voru mikilvægur kaupandi
sjávarafurða um áratugaskeið. Hugsanlegt er að hann hafi hagað orðum
sínum í viðræðum við austurevrópska, ekki síst rússneska, diplómata
með hliðsjón af því. Hann kveðst samkvæmt einni skýrslunni ekki hafa
neitt sérstakt álit á pólitík kínverska kommúnistaflokksins á þeim árum
þegar átökin milli Peking og Moskvu voru sem harðsvíruðust. Hann
segir frá því að hann hafi svo að segja engin samskipti við kínverska
sendiherrann í Reykjavík. Velþóknun austurþýsks starfsmanns utan-
ríkisþjónustunnar hríslast á milli línanna. Sá sem hér skrifar fullyrðir
að Lúðvík hafði enga sérstaka skoðun á þessum deilum Kínverja og
Rússa. En honum blöskraði málflutningur okkar um Sovétríkin og
sagði frá því hiklaust þar sem segir orðrétt í skýrslu austurþýsks dipló-
mats: „Die Art und Weise, in der manche VU-Vertreter (z.B. Gestsson)
Kritik an der SU und anderen SL uben, hátte auch ihn „erschreckt“
und wurde von ihm nicht gebilligt. Leider sei es jedoch Tatsache, dass
gerade VU-Mitglieder die in sozialistischen Staaten studiert hátten, am
negativsten gegen diese aufgetreten, offenbar um ihre Unabhángigkeit
zu beweisen “137
Þetta viðtal Lúðvíks fór fram í september 1978 í sama mánuðinum
og Gestsson þessi varð ráðherra í vinstri stjórninni sem hóf störf
1. september 1978 og tíu árum eftir að flokkurinn var stofnaður.
Viðhorf þeirra Einars og Lúðvíks einskorðuðust ekki við þá tvo.
Þeir áttu sér örfáa skoðanabræður og systur. Þau voru vissulega í skjóli
hinna öldnu leiðtoga. Þannig var það með alþjóðanefndina. Hún var
starfrækt á fyrstu árum Alþýðubandalagsins en lögð niður af því að
við töldum að hún yrði misnotuð til að opna dyr fyrir sovésk tengsl
inn í flokkinn. Meðan hún starfaði sendi formaður nefndarinnar, Jón
Snorri Þorleifsson, sem var einnig um skeið ritari Alþýðubandalagsins,