Andvari - 01.01.2014, Page 82
80
SVAVAR GESTSSON
ANDVARI
baráttu, ekki bara í almennum málflutningi, heldur líka gagnvart ein-
staklingum sem voru hikandi eða vissu ekki almennilega hvað þeir
ættu að kjósa. Þá beitti hann sjarmanum miskunnarlaust, sem hann
átti í ríkum mæli og vissi af því, og sagði það sem þurfti til að vinna
atkvæðið. Olafur Þ. Jónsson og kona hans Guðrún Steingrímsdóttir
voru á kjörskrá í Neskaupstað. Þau voru ákveðin í að kjósa ekki
þessa krata og stéttasvikara sem við værum í Alþýðubandalaginu. Nú
munaði um hvert einasta atkvæði í Neskaupstað; meirihlutinn hékk á
bláþræði. Olafur Þ. Jónsson, Oli kommi, var formaður Menningarfélags
Albaníu og Islands. Hæstráðandi í Albaníu var Enver Hoxa. En for-
maður Albaníufélagsins ætlaði semsagt ekki að kjósa og nú voru góð
ráð dýr. Einhvern daginn rétt fyrir kosningar er bankað hjá þeim Óla
og Gunnu. Þau opna. Hver stendur þá ekki þar fyrir framan þau nema
Lúðvík Jósepsson, með hattinn. Þau verða undrandi en bjóða honum
inn og hann tekur því vel, gengur inn í eldhúsið, tyllir annarri rasskinn-
inni á eldhúsbekkinn og dinglar öðrum fætinum yfir þann sem stendur
á gólfinu. Þau bjóða kaffi; nei, komumaður mátti ekki vera að því en
segir svo: Hann er víst ansi góður maður þessi Enver Hoxa. Þar með var
björninn unninn; þau fóru að kjósa.
Semsagt: Skemmtilegt og lærdómsríkt í senn að vera með Lúðvík.
Strákurinn sem enginn vildi eiga nema mamma hans 16. júní 1914
stendur upp úr í sögunni; hann er einn af þeim sem eiga mestan þátt
í þeirri lífskjarabyltingu sem varð á íslandi á síðustu öld. Lúðvík
Jósepsson er tvímælalaust einn áhrifaríkasti stjórnmálamaður tuttug-
ustu aldarinnar á Islandi. Hann var skarpur, vaskur og einbeittur stjórn-
málamaður og náði þess vegna yfirleitt settu marki.
Þess vegna er þessi samantekt skrifuð.140