Andvari - 01.01.2014, Page 92
90
HJALTI HUGASON
ANDVARI
Hér verður staldrað við ýmsa þætti í lífi og starfi Nonna með hliðsjón af
hinni nýlega út komnu ævisögu. Ekki verður þó leitast sérstaklega við að
kynna bók Gunnars F. Guðmundssonar, gagnrýna hana eða ritdæma. Hún
kynnir sig best sjálf og er þess fullkomlega umkomin að standa ein og óstudd.
Var Nonni til?
Þrátt fyrir þá sýnilegu bautasteina sem hér hafa verið nefndir, Nonnahús
Zontakvenna á Akureyri, minnisvarða Nínu Sæmundsson og hina viðamiklu
bók Gunnars F. Guðmundssonar þykir mér við hæfi að varpa fram spurn-
ingunni um hvort Nonni hafi í raun og veru verið til sem einstaklingur í ein-
hverri merkingu og hver hann hafi þá verið. Raunar er spurningin ekki frum-
leg heldur kviknaði hún við lestur ævisögunnar, en höfundur hefur einmitt
valið inngangskafla bókarinnar heitið „Hver er maðurinn?“. Þar stiklar hann
á stóru yfir lífshlaup Nonna og segir meðal annars:
Hann lifði og hrærðist með framandi þjóðum, ferðaðist heimshorna á milli og var
þekktur víða um lönd sem „pater Svensson". Hann var heimsborgari hið ytra en lifði
alla sína ævi í heimi minninganna sem 12 ára drengur heima á íslandi í öruggu skjóli
móður sinnar.10
Þarna er í raun gripið á mikilvægum túlkunarlykli að flókinni þverstæðu sem
fyrir verður hvar sem gripið er niður í ævi Jóns Sveinssonar. Hann var án efa
einn víðförulasti íslendingurinn á sinni tíð. Hann var félagi í alþjóðlegri reglu
eða hreyfingu innan hinnar kaþólsku kirkju. Honum var sýndur marghátt-
aður sómi meðal framandi þjóða og að lokum líka hér heimafyrir. Að þessu
leyti var hann heimsborgari. Undir niðri leyndist þó annar einstaklingur af
öðru sauðahúsi. Það var 12 ára drengur sem bjó í huga hans, gengur ljósum
logum í bókum hans, var hinn æskilegi förunautur á ferðum hans og tók sem
slíkur jafnvel á sig sýnilega mynd þótt hann væri þó stundum lítið eitt eldri
af praktískum ástæðum. Af þessum sökum má segja að Jón Sveinsson hafi á
vissan hátt verið tvö sjálf, tveir menn eða pater Jón Sveinsson og Nonni eins
og titill bókarinnar endurspeglar.
Þennan þráð má þó spinna mun lengri. Jón Sveinsson var vissulega kall-
aður Nonni í æsku eins og fjölmargir nafnar hans. Þessi drengur var sann-
anlega til og honum má fylgja eftir í manntölum og sálnaregistrum frá fæð-
ingu á Möðruvöllum í Hörgárdal 16. nóvember 1857, í Pálshús á Akureyri, að
Espihóli í Eyjafirði 1867 en þangað fór hann í fóstur til Eggerts Gunnarssonar
(f. 1840) frá Laufási (bróður Tryggva bankastjóra og Kristjönu amtmannsfrú-
ar og móður Hannesar Hafstein), þá að Hjálmsstöðum í sömu sveit 1869 og