Andvari - 01.01.2014, Side 99
andvari
VAR NONNITIL ... OG HVER VAR HANN ÞÁ?
97
sig þjónar sínum sérstaka tilgangi. Vissulega mætti flokka sumar sögurnar
öðru vísi og benda á fjölþættari markmið með bæði frásagnastarfi og sagna-
skrifum Jóns Sveinssonar. Þar vegur sálfræðileg úrvinnsla hans á hinni sér-
stæðu lífsreynslu sinni án efa þungt.
I því sambandi er athyglisvert hve frelsið er Nonna eins og hann kemur
fram í sögunum rík þörf og hve frjálst líf hans í æsku á að hafa verið.35 Hafi
Nonni á Islandi verið eins frjáls og hann lætur að liggja hefur ævi hans breyst
mjög er hann var kominn í franskan Jesúítaskóla og -heimavist, að ekki sé
talað um er hann fullorðinn hafði svarist til hlýðni við regluna og þar með af-
salað sér persónulegu frelsi sínu að verulegu leyti. Líklegt er því að lesa megi
út úr sögunum söknuð eftir glötuðu frelsi. Þó er trúlegt að frelsisskerðingin
hafi gert frjálsræði æskuáranna á Möðruvöllum og einkum Akureyri meira
en efni stóðu að öllu leyti til. Þennan þátt í Nonna-bókunum tengir Gunnar F.
Guðmundsson einmitt við andóf hans gegn aganum.36
Þá virðist ljóst að með ritun tveggja fyrstu bókanna, Nonna og Nonna og
Manna, hefur Jón Sveinsson öðrum þræði unnið úr sorg eftir ástvinamissi.
Hann hóf ritun sagnanna skömmu eftir lát móður sinnar en þá var endanlega
útséð um að fundum þeirra mundi bera saman að nýju. En þótt ótrúlegt megi
teljast virðast bæði hafa borið þá von í brjósti síðustu árin sem Sigríður lifði.
Á þessum tíma var Manni löngu látinn. Sorgarvinna vegur því ábyggilega
þungt við tilurð Nonna-bókanna.37 Þá má líta á ýmsar af sögum Nonna sem
játningarbókmenntir þar sem hann játar trú sína, segir frá trúskiptum sínum
eða lætur í ljós gildismat sitt á einn eða annan hátt. Einkum á þetta við um
bókina Hvernig Nonni varð hamingjusamur,3X
Hér að framan var drepið á viðamikil og nærgöngul sjálfsskrif Sveins
Þórarinssonar, föður Nonna. Sjálfur lét Nonni eftir sig enn viðameiri og fjöl-
breyttari skrif af þessu tagi. Fyrir utan endurminningabækurnar og annað
útgefið efni sem lýtur að honum sjálfum og reynslu hans lét Jón Sveinsson
eftir sig dagbækur, bréf, bréfadagbækur með útdráttum og loks heimildir sem
hljóta að vera einstakar í sinni röð, hugleiðingar eða sjálfskannanir, eins konar
skriftamál í rituðu máli, sem urðu til á kyrrðardögum Jesúítareglunnar. Þar
dvaldi Nonni ásamt reglubræðrum sínum við sjálfsskoðun og andlegar æfing-
ar samkvæmt forskriftum frá stofnanda reglunnar, Ignatíusi Loyola (1491-
1556). Bent var á að sjálfsskrif Sveins Þórarinsson skapi grunn að áhugaverðri
einsögurannsókn. Vissulega væri slík rannsókn einnig hugsanleg hvað son-
inn varðar en þá frá kirkjusögulegu sjónarhorni. Þannig væri hægt að skoða
hvernig ströng kirkjuleg regla á borð við félagsskap Jesúíta mótar ævi, við-
horf og sjálfsmynd einstaklings.39 í almennu íslensku samhengi má hins vegar
halda því fram að Nonni, líf hans og starf, hafi verið of einstakt í sinni röð
til að einsögurannsókn sé líkleg til að hafa verulegt yfirfærslugildi. I tilfelli
Nonna væri aftur á móti mögulegt að semja einstæða sálfræðilega ævisögu