Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2014, Page 102

Andvari - 01.01.2014, Page 102
100 HJALTI HUGASON ANDVARI eftir að þau fóru að heiman. Öllu þessu var Nonni sviptur við brottför sína af landinu. Fyrst aðlagaðist hann dönskum aðstæðum.47 Síðan enn ókunnug- legri kringumstæðum í Frakklandi. Hann varð að tileinka sér framandi tungu og menningu sem óneitanlega gekk nærri þjóðerni hans áður en yfir lauk.4X Hann fór heldur ekki í fóstur. Þvert á móti ólst hann upp á stofnun þar sem hann hefur tæpast tengst neinum einum fullorðnum nánum tilfinningabönd- um. Hann ólst líka upp í hreinu samfélagi karla þar sem konur hafa vart verið sýnilegar nema hugsanlega sem matseljur, þjónustustúlkur eða fjarlægar stuðningskonur. Loks var uppeldi hans frá 12 ára aldri ekki fyrst og fremst lagað að þörfum og forsendum hans sjálfs eða endilega barns á hans aldri heldur fyrirætlunum kaþólsku kirkjunnar með hann. Konum kynntist Jón varla og tengdist öðru vísi en í hlutverkum eftir að hann yfirgaf Island. Sem prestur og sálusorgari hefur hann þjónustað konur og ef til vill komist í trúnaðarsamband við þær. Þegar Jón lagðist í ferðalög dvaldi hann oft með klausturkonum og þegar elli og hrumleiki herjuðu á hann naut hann aðhlynningar kvenna. Svo kynntist hann enn einum hópi kvenna. Það voru eins og drepið var á auðugar styrktarkonur hans, Jesúítareglunnar eða kaþólsku kirkjunnar almennt. A þeim varð hann að kunna lag og beita þeirri kunnáttu af lipurð og lagni. Oft voru þetta giftar konur sem veittu að- stoð með tilstyrk karla sinna. Vera má að hér sé komin nokkur skýring á þeirri aðdáun og virðingu sem hann sýnir jafnan embættismönnum og öðrum af háum stigum í bókum sínum.49 Ugglaust hefur Jesúítareglan innrætt ungum skjólstæðingum sínum að elska styrktarfólk sitt þótt ekki væri um persónuleg tengsl að ræða. Slík ópersónuleg elska getur vel snúist upp í innantóma höfð- ingjadýrkun. Hér skal því ekki haldið fram að Nonna hafi verið rænt eða hann her- leiddur. Því skal heldur ekki neitað að honum hafi verið gefin tækifæri til að endurskoða ákvörðun sína um að yfirgefa föðurlandið og í framhaldinu ganga kaþólsku kirkjunni á hönd.50 Það sem skiptir máli er að Nonni varð stofnun að bráð, hann „institutionaliseraðist“, festist í hlutverki og gekk síðar í gegn- um stranga persónuleikamótun sem var ef til vill ekki alltaf sem uppbyggi- legust eða til þess fallin að laða einstakling sem lifað hafði af tilfinningalegt lost til fullkomins jafnvægis. Allt þetta hefur sjálfsagt haft jafnmikil áhrif á sálrænan þroska Jóns Sveinssonar og „móðurmissirinn" sem slíkur. Ef til vill má líta svo á að Jón Sveinsson hafi af öllum þessum ástæðum saman lögðum orðið eins konar Pétur Pan syndrómi að bráð. Hingað til hefur Jón Sveinsson ungur, það er Nonni, verið okkur kunnug- astur af öllum þeim Jónum Sveinssonum sem hér í upphafi voru taldir hafa sameinast í persónu hans. Gunnar F. Guðmundsson hefur fært okkur heilt myndasafn af honum á öllum skeiðum ævinnar og þannig gætt myndirnar aukinni dýpt. Eins og stundum verður í fjölhliða ævisögum er miðkaflinn í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.