Andvari - 01.01.2014, Side 103
andvari
VAR NONNI TIL ... OG HVER VAR HANN ÞÁ?
101
aevi Jóns Sveinssonar, sýslulífið, síst áhugaverður. Breytingaskeiðin, þroska-
og síðar hingnunarsaga einstaklings er einfaldlega áhugaverðara en starfs-
sagan að mati þess sem hér skrifar. Gunnar F. Guðmundsson fylgir Nonna
eftir gegnum stöðugt lengri elli og allt til dauða af einstakri hlýju og hæversku
sem honum er svo lagin. Það er eins og að í ellinni verði Nonni mennskastur
og berskjaldaðastur. Þar næst hvað mest nánd við hann. Það er áhugavert að
kanna hvernig opinber persóna tekur á sig hold og blóð og missir síðan hvort
tveggja að lokum þegar kallið kemur.
Trúin
Pater Jón Sveinsson, hálærður Jesúítapresturinn, trúboðinn, fyrirlesarinn og
sálusorgarinn verður seint talinn nokkur guðfræðingur enda mun hvorki hann
né ævisöguritari hans hafa talið svo vera. Þrátt fyrir það var starf hans allt
fyrr og síðar hugsað í þjónustu kirkjunnar. I þjónustunni sýndi hann líka meiri
fórnfýsi en margur reglu- og embættisbróðir hans. Þrátt fyrir að ávöxturinn af
trúboðs- og prestsstarfi hans kunni að hafa verið takmarkaður er engin leið
að meta hversu mikið gagn hann vann kaþólsku kirkjunni með störfum sínum
bæði beint og óbeint. Japansferðin kann til að mynda að hafa vakið ómælda
athygli á kirkjunni og styrkt hana þar í landi á viðkvæmu skeiði.
Það er flókið að fjalla um trú einstaklings þegar ekki er mögulegt að gera
það út frá hugmynda- eða guðfræðisögulegu sjónarhorni. Þá verður að lesa
hana út úr samspili tilfinninga, kennda, sjálfsmyndar, félagslegra tengsla og
guðsmyndar að svo miklu leyti sem hún kemur fram í sjálfstjáningu við-
komandi. Með stuðningi af óútgefnum sjálfsskrifum Jóns Sveinssonar er að
öllum líkindum mögulegt að ganga býsna nærri honum í þessu efni.5' Með
hjálp ævisögunnar einnar er það að sönnu torveldara þar sem ekki er fjallað
um þennan þátt í lífi Jóns til hlítar á neinum einum stað. Þá er ekki mögulegt
að meta hvar höfundur hefur talið mörkin liggja út frá sjónarhóli rannsókn-
arsiðfræðinnar sem drepið var á hér framar. Loks hefur ábyggilega verið svo
um Jón Sveinsson eins og okkur öll að trú hans hefur breyst frá einum tíma
til annars. Hún hefur ekki verið eins í postulagarðinum í Amiens, í útlegð-
inni í Ordrup eða í ellinni á faralds fæti. Um það er þó ekki hægt að efast
að ákveðnir þættir hafa verið viðvarandi í trúarlífi Jóns Sveinssonar: viljinn
til að leggja sig fram, gera getu sína, reynast trúr þjónn. Síðan virðist hann
á stundum hafa rekið sig á mörkin og það ýmist leitt til depurðar og kala í
garð þeirra sem gerðu kröfur til hans eða óhlýðni og kergju. Löngunin til að
hlýðnast virðist þó hafa verið ríkjandi þáttur og átt rætur sínar að rekja bæði
til sambandsins við móðurina og strangs aga Jesúítareglunnar.
Þegar kemur að guðsmynd Jóns Sveinssonar verður fyrir sú spennandi