Andvari - 01.01.2014, Page 135
andvari
ÚR POKAHORNI POES
133
myndarlega úr vör í Evrópu heldur hafi þýðingar hans á verkum Poe og skrif
hans um Poe leikið lykilhlutverk á heimsvísu, meðal annars í viðtökum Poes
í Asíu og Rómönsku Ameríku.4
Edgar Allan Poe varð heimshöfundur; höfundur sem líklegt er að mun
fleiri hafi lesið í þýðingum en á frummálinu. Verk hans hafa farið víða og lent
í ýmsu. í sumum þeirra segir raunar af miklum svaðilförum, meðal annars í
skáldsögunni um Arthur Gordon Pym sem endar einhversstaðar lengst í hinu
óræða suðri. En Poe horfði einnig til norðurs og samdi magnaða smásögu um
sjóhrakninga langt norður í höfum. Sú heitir „A Descent into the Maelström“.
Þessi saga, þar sem segja má að farið sé bæði norður og niður, virðist hafa
höfðað til íslendinga, því að hún hefur birst í þremur íslenskum þýðingum.
Poe tekur land á Eskifirði
Saga Poes í íslenskum bókmenntaheimi teygir sig yfir nær hálfa aðra öld
og við hana koma ýmsir merkir einstaklingar, sumir þeirra í hópi þekkt-
ustu rithöfunda þjóðarinnar. Einar Benediktsson þýddi kunnasta ljóð Poes,
„Hrafninn", árið 1892 og er það jafnframt vafalaust kunnasta Poe-þýðingin
á íslensku. Oft er og vísað til þess að Þórbergur Þórðarson hafi snemma þýtt
sögur eftir Poe, en það gerðu raunar ýmsir á undan honum og einnig áður
en Einar þýddi „Hrafninn“. Eftir því sem næst verður komist eru fyrstu verk
Poes í íslenskri þýðingu tvær sögur sem hinn merki ritstjóri og rithöfundur og
síðar alþingismaður Jón Olafsson þýddi og birti í blaðinu Skuld sem hann rit-
stýrði og fyrst var gefið út á Eskifirði. Á þessum árum var heimsmenningunni
landað í hinum dreifðu sjávarplássum fslands og margskonar þýðingar urðu
mikilvægt efni í íslenskum blöðum og tímaritum sem komu út í hinum ýmsu
landsfjórðungum sem og meðal Vestur-íslendinga í Norður-Ameríku (auk
svolítillar útgáfu í Kaupmannahöfn). Eftir þessari leið rataði mikið af erlend-
um skáldskap á íslenskt prent, eins og rækilega kemur fram í bók Svanfríðar
Larsen, Af erlendri rót, sem út kom fyrir fáeinum árum.
Jón Ólafsson gæti hafa kynnst verkum Poes þegar hann dvaldi í Banda-
ríkjunum 1873 til 1875, en þá fór hann m.a. fræga ferð til Alaska að kanna
þar landkosti. Hann virðist hafa hugsað sér að koma Poe myndarlega á fram-
færi, því undir yfirskriftinni „Sögur eftir Edgar Poe“, birti hann gamansög-
una „Þrír sunnudagar í einni viku“ árið 1877 og glæpasöguna „Þú ert sá
seki!“ sem framhaldssögu 1879. Fleiri sögur Poes birti hann þó ekki í Skuld.
Vel má ímynda sér að Jón hafi valið fyrst sögur sem hann taldi hafa þægilegt
skemmtigildi, fremur en að þýða þekktustu sögur Poes. Lesendur fá þó smjör-
þef af hrollvekjuhöfundinum í síðari sögunni, en hún fjallar um hvarf manns
nokkurs sem þýðandi gefur nafnið Skotverður. Erfingi hans, Skildingsfjaðri