Andvari - 01.01.2014, Page 136
134
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
að nafni, er grunaður og síðar dæmdur fyrir að myrða hinn horfna mann, en
þriðji maðurinn, Gamli Kalli Gæðadrengur, nýtur góðs af öllu málavafstrinu
og fær meðal annars að gjöf stóran kassa af góðu víni sem hinn horfni hafði
átt. I ljós kemur að fjórða manninn, sjálfan sögumanninn, hafði grunað að
maðkur væri í mysunni. Honum tekst að finna lík hins horfna manns og hann
á sinn þátt í skipulagningu mannfagnaðar heima hjá Gamla Kalla Gæðadreng
þangað sem vínkassinn stóri er fluttur. Sögumaður nýtir sér í senn tæknibrell-
ur og búktal.
Eftir nokkurt orðaglamur vanst það loks að koma kyrð á, og eins og oft ber við, er líkt
á stendr, varð hátíðleg grafarþögn. Það var skorað á mig að opna lokið, og var mér
„einstakleg ánægja“ að verða við þeim tilmælum. Ég setti meitil á naglana, og sló á með
hamri nokkur högg, þar til lokið á kassanum flaug alt í einu upp af afli, en upp spratt
og settist á hækjur sínar beint andspænis hr. Gæðadreng marið, alblóðugt og hálfrotið
lík herra Skotverðs sjálfs. Það starði nokkur augnablik fastlega og sorglega nábrostnum
augum beint framan í herra Gæðadreng og mælti seint og skýrlega og eftirtakanlega
þessum orðum: „Þú ert sá seki!“ - hné svo á hliðina út yfir kassabarminn, eins og væri
það nú ánægt, og rétti svo úr sér eins og hálftitrandi á borðinu.
Það er als eigi unt að lýsa því uppþoti, sem varð. Það var hræðilegt að sjá, hversu menn
þrengdust að dyrunum og gluggunum til að leita útkomu, og margir inir sterkbygðustu
menn steinliðu í öngvit af ofboði hræðslunnar. En þegar in fyrsta ósjálfráða ógn og
angist leið af mönnum, störðu allir augum á hr. Gæðadreng. Þó ég lifi í þúsund ár, getr
mér aldrei liðið úr minni sú ofboðslega, ég hefði viljað segja, meiri en dauðans angist,
sem máluð var í andlit hans; nú var hann náfölr, en hafði fyrir svipstundu verið kafrjóðr
af gleði og ölæði.5
Hér gefst ekki rými til að rýna í texta Jóns sem þýðingu, eins athyglisvert
og það væri, né til að ræða nógsamlega vægi þýðinga eins og þessarar í ís-
lenskum málheimi á síðari hluta og einkum síðasta fjórðungi nítjándu aldar.
Þýðingar eru fyrirferðarmikið efni í íslenskum blöðum og tímaritum eftir
að þau ryðja sér verulega til rúms, og þáttur þýðinga í íslenskri bókmennta-
og menningarsögu öðlast þar með nýja vídd. Jafnframt má finna í þýddum
sögum hvernig leitast er við að slípa til íslenskt lausamál á vettvangi þar sem
bókmenntir voru samferða öðrum tjáningarformum á leið inn í nútímann -
það er að segja í fjölmiðlum þess tíma.
Næsta saga Poes sem þýdd var á íslensku birtist í tímaritinu löunni árið
1885 - og nú er Poe kominn til Reykjavíkur, ásamt raunar Jóni Ólafssyni sem
ritstýrir Iðunni með þeim Steingrími Thorsteinssyni og Birni Jónssyni. Sögu-
valið kemur nokkuð á óvart, því hér birtist áðurnefnd saga, „The Purloined
Letter“, eða „Bréfstuldurinn" eins og hún heitir í þýðingu Björns Jónssonar.
Það er því ekki farin sú leið að velja einhverja af hinum dramatísku eða
átakamiklu sögum Poes, heldur þessa hægferðugu samtalssögu úr reyk-
fylltu herbergi, þar sem hinn frægi einkaspæjari Poes, Auguste Dupin, beitir