Andvari - 01.01.2014, Side 146
144
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
From childhood’s hour I have not been
As others were; I have not seen
As others saw; I could not bring
My passions from a common spring.
Frá æskustund eg aldrei var
sem aðrir menn. Fyrir sjónir bar
hið sama ei. Mín ósk og þrá
frá öðrum lindum straum sinn fá.
Þessi einsemd kemur ekki síst glöggt fram í því kvæði Poes sem þekktast
hefur orðið, að „Hrafninum“ frátöldum, þ.e.a.s. ljóðinu um stúlkuna Annabel
Lee sem lifði og dó í konungsríki við hafið („kingdom by the sea“), og ást
ljóðmælanda á henni lifir dauðann með öllum þeim trega sem setur mark sitt
á marga af textum Poes. í orðabúskap bjó Poe hinsvegar yfir breidd og fjöl-
breytileika. Hann átti það til að skapa býsna hlaðinn texta, eins og þeir les-
endur kannast við sem sest hafa niður með söguna „The Murders in the Rue
Morgue“ og talið að þeir myndu renna lipurlega inn í lauflétta glæpasögu. Hér
að framan hefur og þegar verið vikið að hinu þéttriðna formi „Hrafnsins“. I
ljóðinu „Annabel Lee“ sýnir Poe á sér aðra hlið; hér er hin tæra tjáning í fyrir-
rúmi, heiðríkja og ævintýrabragur sem tengist æskuárum og æskuást („I was
a child and she was a child“), þótt dauðinn sé skammt undan. Hér má taka
undir með ritstjóra Baldurs er hann bendir á hvernig gildi ljóðs geti búið að
verulegu leyti í hljómi orðanna. „Annabel Lee“ er ekki síst tregafullt tónverk.
Svona hljóðar fyrsta erindið hjá Poe og í þýðingu Agústs H. Bjarnasonar, sem
fyrstur birti íslenska gerð ljóðsins:29
It was many and many a year ago,
In a kingdom by the sea,
That a maiden there lived whom you
may know
By the name of Annabel Lee;
And this maiden she lived with no other
thought
Than to love and be loved by me.
Eins og hér má sjá, breytir Ágúst nokkuð innri efniskipan ljóðsins, því hann
flytur dauðann úr þriðja erindi frumtextans fram í íslenska upphafserindið,
og „þyngir" það enn frekar með „harmi“ og „tárum“ (en hvorugt er raunar
nefnt með slíkum orðum í frumljóðinu, þótt vissulega fjalli það um mikinn
harm). Hins vegar vekur einnig athygli að konungsríkið við hafið er orðið að
„eyjunni sænum í“, sem mætti túlka sem staðfærslu til íslands - þó að eyjar
séu vitaskuld algengir staðir í ævintýrum.
Poe hefur verið vinsæll höfundur á Islandi og engin leið að vita hversu
margir hafa fengist við að þýða bæði sögur hans og ljóð. Þeir eru ófáir sem
fást við þýðingar, rétt eins og frumritun, án þess að afurðirnar rati fyrir sjónir
eða hlustir almennings. Líklegt verður að telja að auk „Hrafnsins" sé „Anna-
bel Lee“ sá texti Poes sem flestir hafa þýtt á íslensku. í ritdómi sem birtist
Síðan eru nú ótal ár
að á eyjunni sænum í
lifði stúlka, sem nú er nár,
að nafni Annabel Lí.
Er hennar ég minnist, þá hníga mér tár
og harmur minn ýfist á ný.