Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2014, Side 150

Andvari - 01.01.2014, Side 150
148 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI óhugnaðarmyndum sem Poe skilur eftir í huga lesenda sinna og engin furða að hún hafi verið endursköpuð af teiknurum og kvikmyndagerðarmönnum síðari tíma:36 Jeg lá niðri í gryfjunni skorðaður og bundinn og sá hina djöfullegu járnvjel sveiflast fram og aftur yfir höfði mjer. - Jeg gjörði allt sem dauðlegur maður getur orkað til þess að losa vinstri handlegg minn, en hann var aðeins laus frá olnboganum til handarinnar. Það var rjett svo að jeg náði með hendinni upp í munninn á mér. - Hefði jeg bara getað rifið lausan á mjer handlegginn, þá hefði jeg reynt að stöðva ganglóðið. Jeg hefði eins vel getað reynt að stöðva snjóflóð eða grjótskriðu. Stálsverðið gekk eins og pendúll í klukku, kom allt af nær og nær, allt af neðar og neðar. - Jeg gat varla náð andanum, og við hverja sveiflu á þessu voðalega ganglóði beitti jeg öllum kröftum til þess að frelsa mig. Jeg hrökk saman eins og í krampa, þegar þaut í því yfir höfði mjer. Augu mín fylgdu lóðsveiflunum eptir upp og ofan í hugsanasnauðri örvænting; þegar lóðið var á niðurleið, kreysti ég augun sem snöggvast saman af ótta - og þó hefði dauðinn verið frelsi og ósegjanleg náð í samanburði við allar þessar ógnir. í næstu sögu sem birtist í Dagskrá má segja að þessi gryfja birtist á ný, en nú úti í náttúrunni. Sagan nefnist hér „Hringiðan“ en heitið á frummálinu er „A Descent into the Maelström“ og vísar til þess að fallið sé eða kafað í svelginn - hringiðu sem sæfarendur óttast mjög og Poe staðsetur út af Norður-Noregi, þar sem er raunar þekkt röst, þótt ekki sé hún eins ægileg náttúruvættur og þessi sjávarhvirfill Poes - sem á sér kannski fyrirmynd í Odysseifskviðu Hómers. Þessar tvær sögur, „Gryfjan“ og „Hringiðan", kallast merkilega á í Dagskrá sumarið 1897 og saman draga þær fram hvernig sú hugsýn, oft býsna grimm, sem er myndrænn aflgjafi í verkum Poes og jafnframt viðfangsefni verkanna - tengist í senn mannheimum (hinu byggða bóli) og náttúrunnv. við komumst ekki upp með að skilja þar á milli; hvarvetna er djúpið og undan því verður ekki vikist. Sæfarendurnir í síðari sögunni dragast inn í hringiðuna en sögu- maður áttar sig á að ferðinni er ekki lokið; enn gefst tími til að skyggnast um og ráða einhverju um ferðamátann. Þriðja Poe-sagan sem birtist í Dagskrá sumarið 1897 - þetta hefur verið gott lestrarsumar í Reykjavík - nefnist „The Oblong Box“ á frummálinu en „Kistan" í þýðingu.37 Gryfjan, hringiðan, kistan; enn bætist í þessa mynd af ofanferð mannsins hjá Poe. Hér er einnig um sjóferð að ræða, og um borð kemur listamaður með ílangan kassa sem sögumaður telur líklegt að geymi listaverk hans - og í vissum skilningi er það rétt, því þetta reynist vera dulbúin líkkista ungrar eiginkonu listamannsins. Hér tekst Poe á við eitt af sínum þrá- hyggjuþemum: hina ungu og engumlíku kvenveru, allt að því handanheims- veru, sem karlpersónan speglar sig ákaft í en hún er um leið dauðanum merkt. Eftir situr karlinn í brjálæði sínu, hysteríu, sem er orð er tengist kvenlíkam-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.