Andvari - 01.01.2014, Side 150
148
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
óhugnaðarmyndum sem Poe skilur eftir í huga lesenda sinna og engin furða
að hún hafi verið endursköpuð af teiknurum og kvikmyndagerðarmönnum
síðari tíma:36
Jeg lá niðri í gryfjunni skorðaður og bundinn og sá hina djöfullegu járnvjel sveiflast
fram og aftur yfir höfði mjer. - Jeg gjörði allt sem dauðlegur maður getur orkað til þess
að losa vinstri handlegg minn, en hann var aðeins laus frá olnboganum til handarinnar.
Það var rjett svo að jeg náði með hendinni upp í munninn á mér. - Hefði jeg bara getað
rifið lausan á mjer handlegginn, þá hefði jeg reynt að stöðva ganglóðið. Jeg hefði eins
vel getað reynt að stöðva snjóflóð eða grjótskriðu.
Stálsverðið gekk eins og pendúll í klukku, kom allt af nær og nær, allt af neðar og
neðar. - Jeg gat varla náð andanum, og við hverja sveiflu á þessu voðalega ganglóði
beitti jeg öllum kröftum til þess að frelsa mig. Jeg hrökk saman eins og í krampa,
þegar þaut í því yfir höfði mjer. Augu mín fylgdu lóðsveiflunum eptir upp og ofan í
hugsanasnauðri örvænting; þegar lóðið var á niðurleið, kreysti ég augun sem snöggvast
saman af ótta - og þó hefði dauðinn verið frelsi og ósegjanleg náð í samanburði við
allar þessar ógnir.
í næstu sögu sem birtist í Dagskrá má segja að þessi gryfja birtist á ný, en nú
úti í náttúrunni. Sagan nefnist hér „Hringiðan“ en heitið á frummálinu er „A
Descent into the Maelström“ og vísar til þess að fallið sé eða kafað í svelginn
- hringiðu sem sæfarendur óttast mjög og Poe staðsetur út af Norður-Noregi,
þar sem er raunar þekkt röst, þótt ekki sé hún eins ægileg náttúruvættur og
þessi sjávarhvirfill Poes - sem á sér kannski fyrirmynd í Odysseifskviðu
Hómers.
Þessar tvær sögur, „Gryfjan“ og „Hringiðan", kallast merkilega á í Dagskrá
sumarið 1897 og saman draga þær fram hvernig sú hugsýn, oft býsna grimm,
sem er myndrænn aflgjafi í verkum Poes og jafnframt viðfangsefni verkanna
- tengist í senn mannheimum (hinu byggða bóli) og náttúrunnv. við komumst
ekki upp með að skilja þar á milli; hvarvetna er djúpið og undan því verður
ekki vikist. Sæfarendurnir í síðari sögunni dragast inn í hringiðuna en sögu-
maður áttar sig á að ferðinni er ekki lokið; enn gefst tími til að skyggnast um
og ráða einhverju um ferðamátann.
Þriðja Poe-sagan sem birtist í Dagskrá sumarið 1897 - þetta hefur verið
gott lestrarsumar í Reykjavík - nefnist „The Oblong Box“ á frummálinu en
„Kistan" í þýðingu.37 Gryfjan, hringiðan, kistan; enn bætist í þessa mynd af
ofanferð mannsins hjá Poe. Hér er einnig um sjóferð að ræða, og um borð
kemur listamaður með ílangan kassa sem sögumaður telur líklegt að geymi
listaverk hans - og í vissum skilningi er það rétt, því þetta reynist vera dulbúin
líkkista ungrar eiginkonu listamannsins. Hér tekst Poe á við eitt af sínum þrá-
hyggjuþemum: hina ungu og engumlíku kvenveru, allt að því handanheims-
veru, sem karlpersónan speglar sig ákaft í en hún er um leið dauðanum merkt.
Eftir situr karlinn í brjálæði sínu, hysteríu, sem er orð er tengist kvenlíkam-