Andvari - 01.01.2014, Page 165
HEIMIR PÁLSSON
Að læra til skálds - tilraun um nám
Edda Snorra Sturlusonar er varðveitt að hluta eða heild í fáeinum skinnbók-
um eða skinnbókabrotum frá miðöldum. Hvert handrit ber að einhverju leyti
með sér að verið sé að vinna úr efninu og má raunar með smámunasemi
greina margar gerðir Eddu. Hér er þó ekki þörf á að minnast á nema tvær
gerðir og verða kenndar við handritin Konungsbók (Gks 2367 4to, sem varð-
veitt er í Stofnun Árna Magnússonar í Reykjavík) og Uppsalabók (DG 11 4to,
sem varðveitt er í Háskólabókasafninu í Uppsölum).1
Það er viðtekin skoðun að Edda Snorra Sturlusonar sé kennslubók í brag-
fræði, ef menn líta þá ekki á Gylfaginningu sem meginatriði verksins og Eddu
þá sem rit um norræna goðafræði.
Hvorir tveggja hafa til síns máls nokkuð, hinir síðarnefndu einkum það að
Gylfaginning er eina norrænt lausamálsrit sem gefur yfirsýn yfir líf og starf
goðanna frá sköpun til ragnarökkurs,2 hinir fyrrtöldu benda á ávarp höfundar
til markhóps:
En þetta er nú at segja ungum skáldum þeim er girnask at nema mál skáldskapar ok
heyja sér orðfjplða með fornum heitum eða girnask þeir at kunna skilja þat er hulit er
kveðit: þá skili hann þessa bók til fróðleiks ok skemtunar. En ekki er at gleyma eða
ósanna svá þessar spgur at taka ór skáldskapinum fornar kenningar þær er hpfuðskáld
hafa sér líka látit. (Edda 1998, 5).
Þannig er orðanna hljóðan í Konungsbókargerð og að kalla má alveg eins í
Uppsalagerð, þó með þeirri undantekningu að þar sem Konungsbók vill að
menn hafi bókina til fróðleiks og skemtanar lætur Uppsalabók sér nægja að
menn hafi hana til skemmtanar (U-Edda 2013, 202).
Það er markmið þessarar tilraunar að setja sig í spor ungmennis sem hefur
fengið Snorra-Eddu í hendur á fjórtándu öld. Líklegra er að það sé piltur en
stúlka sem á í hlut, enda fáar konur meðal dróttkvæðaskálda. Ég kýs mér
Uppsala-Eddu, enda þykir mér rannsóknir mínar á henni hafa leitt í ljós að
margt verður skiljanlegra þegar athugað er að handritið sem varðveitir hana
er ætlað nemanda, líklega af ætt Sturlunga.3 Ég fylgi Uppsala-gerðinni kafla
eftir kafla og tek þá einnig með í reikninginn viðbótarefni sem handritið
birtir.