Andvari - 01.01.2014, Qupperneq 166
164
HEIMIR PÁLSSON
ANDVARI
í útgáfu minni á DG 11 árið 2013 bls. 92 var efnisyfirlit DG 11 sýnt með
þessum hætti (og er vísað bæði til blaðsíðutals stafréttu útgáfunnar 1977 og
útgáfu minnar 2013):
a) Formáli (1977, 1-3, 2013,152-154).
b) Gylfaginning, fyrra svið (1977, 3-35, 2013, 154-199).
c) Gylfaginning, síðara svið (1977, 35-42, 2013, 200-207).
d) Skáldatal (1977, 43-47, 2013, 211-220).
e) Ættartala Sturlunga (1977, 48, 2013, 220-221).
f) Lögsögumannatal (1977, 48-49, 2013, 221).
g) Skáldskaparmál (1977, 51-87; 2013, 224-317).
h) Háttalykillinn (1977, 88-92, 2013, 321-325).
i) Vísnaskrá Háttatals (1977, 93, 2013, 329).
j) Háttatal sem Snorri kvað (1977, 94-109, 2013, 330-361).
Þessari hlutaskiptingu verksins verður fylgt hér á eftir.
Formáli
Þótt deilt sé um hvort formáli Eddu sé frá Snorra kominn, er hann hluti af
því sem á handritsblöðunum í DG 11 stendur og væntanlega það fyrsta sem
skáldneminn les. Hvort sem Snorri hefur talið þörf á að skrifa þennan skýr-
andi texta um guðina og gera þá mennska að uppruna, er naumast nokkur
vafi á að formálinn róar nemandann: Þetta er ekki heiðin bók.4 Á einhverju
tímaskeiði hefur lestur fróðleiks um heiðna guði þótt tefla sálarheill manna
í voða, og því er róandi fyrir nemandann að lesa skýringar formálans á til-
komu guðanna: Allt er þetta bábilja, og gersamlega hættulaust.
Þegar Ari fróði rakti ættir Ynglinga og Breiðfirðinga í íslendingabók var
greinilegt að hann hafði veður af kenningum gríska spekingsins Euhemers
(um 300 f. Kr.) um jarðneskan uppruna guðanna og leynir sér ekki að hann
þekkir til euhemerismans svo sem öld áður en hann er orðaður í Eddu (íf. 1,
26-28). Það vekur vitanlega grunsemdir um að inntak formálans hafi verið
víðar kunnugt og Snorri verið að nota sér greiningu annarra á tilverunni.
Þarna verður ljóst að höfuðguðirnir voru sœnskir höfðingjar. Það styrkir
bábiljukenndina: í Svíþjóð gat margt gerst, þar voru bæði tröllskessur og álfar
að fornu og þaðan komu berserkir og draugar. Lesandinn er kominn í ævin-
týralandið og sagan má byrja.