Andvari - 01.01.2014, Síða 171
ANDVARI
AÐ LÆRA TIL SKÁLDS - TILRAUN UM NÁM
169
Persónur og leikendur
Kynning goðanna, jafnt ása sem ásynja, er stuttaraleg og snubbótt í Gylfa-
ginningu og ekki að heitið geti sagðar af þeim neinar sögur sem orðið geti
að skáldskaparefni. Það er helst að Óðinn og Freyja skeri sig þar úr, talin ein
40 heiti Óðins (einkum úr Grímnismálum) og grátur Freyju, gulltárin, verður
undirstaða í allmörgum kenningum þegar fram í sækir. Sérkennilegt er að
sagan um skáldamjöðinn og rán Óðins á honum skuli ekki sögð þegar Óðinn
er kynntur heldur löngu síðar hvort heldur er horft á Konungsbókargerð eða
Uppsalagerð. í því sambandi er gagnslaust að vísa í kenningu Elíasar Wessén
(1940) um að Edda hafi verið skrifuð aftur á bak og Skáldskaparmál því orðið
til á undan Gylfaginningu. Það er greinlega gert ráð fyrir að Gylfaginning sé
lesin (og lærð) á undan Skáldskaparmálum!
Sérkennileg er kynning Loka, en af honum og börnum hans eru sagðar
meiri sögur en efni virðast standa til í kennslubók um skáldskaparfræði, nema
þá til skemmtunar og hryllings. Kenningar Loka í Skáldskaparmálum skipta
fullum þrem tugum, en í varðveittum dróttkvæðum kemur hann varla fyrir.
Frægustu afkomendur Loka, Fenrisúlfur, Miðgarðsormur og Hel, eru vitund-
inni oftar nefnd en faðirinn í kveðskap skáldanna, en ekki lærir skáldefnið
unga nokkuð nýtilegt um það fólk í Gylfaginningu og hinn áttfætti sonur
Loka, Sleipnir, kemur aðeins fyrir í kenningum sem venjulegur hestur: sæ-
gnípu Sleipnir (hestur öldufaldsins) (Refur skáld), hgrva Sleipnir (gálgi) og
Sleipnis verður (hey) koma fyrir í Ynglingatali Þjóðólfs úr Hvini, en annars
kemur þessi magnaði hestur aðeins fyrir í eddukvæðum.
Fróðlegt er að skoða gyðjur og goðsögur í þessu sambandi. I Skáldskapar-
málum er minnst á Brísingamen Freyju, en engin saga er sögð af því í Eddu
þótt ljóst sé af öðrum heimildum (kenningum og Sörla þætti í Flateyjarbók)
að eitthvert söguefni hefur verið þar á ferðinni. Örlög þeirra Iðunnar og Sifjar
eru merkileg. Af þeim eru einu goðsögur sem sagðar eru af ásynjum í Eddu,
en samt eru þær á hálfgerðum hrakhólum. Iðunn er kynnt til sögunnar sem
eiginkona Braga, en lesendur sviknir um dramatíska sögu hennar lengi enn.12
Sagan um Sifjarhárið kemur að lyktum Skáldskaparmála í Uppsala-Eddu en
nokkru fyrr í Konungsbókargerð.
Sögur af stórviðburðum
Þær sögur sem sagðar eru af Þór í Gylfaginningu í Konungsbókargerð (heim-
sóknin til Útgarða-Loka, viðureignin við Miðgarðsorm) eru vafalítið meðal
hátindanna í sagnasafni Snorra Sturlusonar, hvaða hlut sem hann á í sögunum
sjálfum. Það er þess vegna allrar athygli vert hve fá spor þessar sögur setja í