Andvari - 01.01.2014, Síða 174
172
HEIMIR PÁLSSON
ANDVARI
Hvaðan afkom skáldskapurinn?
Með þessari spurningu Ægis skiptir allt í einu um umræðuefni, og þá gerist
það eins og í Konungsbókargerð Skáldskaparmála að fyrst kemur sagan um
skáldamjöðinn, síðan fróðleikur um kenningar um mjöðinn og Óðin, en þá
hetjusögur af Þór og viðureign hans við tvo jötna, Hrungni og Geirröð.
Mér sýnist augljóst að ritstjóri Uppsalagerðar hefur viljað losna við goðsög-
ur úr Skáldskaparmálum og flutt þær annars vegar að lokum Gylfaginningar,
hins vegar að lokum Skáldskaparmála.16 Fyrir þessum flutningum eru ein-
föld kennslufræðileg eða námstæknileg rök: Það þarf að læra margt utan-
bókar í Skáldskaparmálum, en sögurnar eru ekki hluti af því. Þess vegna er
til bóta að flytja þær.
Segja má að sagan um rán skáldamjaðarins sé ekki beinlínis til þess fallin
að kenna skáldefnum að yrkja.17 Fjöldi kenninga um mjöðinn stendur eftir í
Skáldskaparmálum og hentar vel til náms þar. Hins vegar er erfitt að skýra
flutning umræðnanna um kyn skáldskaparins. Hér skal brugðið af venjunni
og bornir saman kaflar Uppsalagerðar og Konungsbókargerðar:
Uppsalagerð (DG 11; U-Edda 2013,202) Konungsbókargerð (Gks 2367; Edda 1998, 5)
Þá mælti Ægir: Hve mörg eru kyn skáldskaparins? Bragi segir: Tvenn: Mál og háttur. Ægir spyr: Hvað heitir mál skáldskaparins? Bragi segir: Tvennt: kennt og ókennt. Ægir segir: Hvað er kennt? Bragi segir: Að taka heiti af verkum manns eða annarra hluta eða af því er hann þolir öðrum eða af ætt nokkurri. Ægir segir: Hver dæmi eru til þess? Bragi segir: Að kalla Oðin föður Þórs, Baldurs eða Beslu eða annarra barna sinna, eða ver Friggjar, Jarðar, Gunnlaðar, Rindar, eða eiganda Valhallar eða stýranda guðanna, Asgarðs eða Hliðskjálfar, Sleipnis eða geirsins, óskmeyja, einherja, sigurs, valfalls. Gervandi himins og jarðar, sólar. Kalla hann aldinn Gaut, Haftaguð, Hangaguð, Farmaguð, Sigtýr. En það er að segja ungum skáldum [...] Þá mælir Ægir: Hversu á marga lund breytið þér orðtpkum skáldskapar, eða hversu mprg eru kyn skáldskaparins? Þá mælir Bragi: Tvenn eru kyn þau er greina skáldskap allan. Ægir spyrr: Hver tvenn? Bragi segir: Mál ok hættir. Hvert máltak er haft til skáldskapar? Þrenn er grein skáldskaparmáls. Hver? Svá: at nefna hvern hlut sem heitir; pnnur grein er sú er heitir fompfn; in þriðja máls- grein er kplluð er kenning, ok <er> sú grein svá sett at vér kpllum Oðin eða Þór eða Tý eða einnhvern af Asum eða álfum, eða hverr þeira er ek nefni til, þá tek ek með heiti af eign annars Assins eða get ek hans verka nokkvorra. Þá eignask hann nafnit en eigi hinn er nefndr var, svá sem vér kpllum Sigtý eða Hangatý eða Farmatý, þat er þá Óðins heiti, ok kpllum vér þat kent heiti.18 Svá ok at kalla Reiðartý. En þetta er nú at segja ungum skáldum [...]