Andvari - 01.01.2014, Side 176
174
HEIMIR PÁLSSON
ANDVARI
Skáldatal er órjúfanlega tengt nafni Snorra Sturlusonar.20 Það hefur, auk
afritsins í DG 11, einnig fylgt Heimskringluhandritinu sem kallað var Kringla
og varðveist í eftirritum á pappír. í DG 11 er Snorri nefndur sem skáld Inga
konungs Bárðarsonar, Hákonar konungs Hákonarsonar, Skúla jarls og Skúla
hertoga (sem er reyndar sami maður). Fyrir einhvers konar mistök er hann
ekki talinn með skáldum Hákonar jarls galins, sem hann sendi kvæði sam-
kvæmt því sem segir í Sturlungu, né heldur með skáldum Sverris konungs
Sigurðarsonar, en á báðum stöðum er hans getið í Kringlutalinu. Sjálfsagt er
það rétt til getið að Skáldatal hafi verið með reytum Snorra í Reykholti og það
hafi einnig gilt um ættartöluna og lögsögumannatalið.
Auðvelt er að sjá fyrir sér not skáldskaparnema af Skáldatali. Senn hefst
nafnaregn Skáldskaparmála og það er hagnýtt að geta glöggvað sig á skáld-
unum með því að fletta upp í Skáldatali, sem þá verður einskonar handbók
nemandans.21 Eilífur Guðrúnarson, sem nefndur er að lyktum á öðru sviði
Gylfaginningar er einmitt talinn meðal skálda Hákonar Hlaðajarls hins ríka,
sem Snorri segir margt stórbrotið frá í Heimskringlu án þess þó að nefna
Eilíf!
Ættartala Sturlunga á sem slík afskaplega lítið erindi inn í Eddu nema til
þess að brýna nemanda af Sturlungaætt á sögu Snorra. Það er þess virði að
taka eftir hvernig ættartölunni lýkur á því að nefna Vigdísi „móður Sturlu í
Hvammi, föður Snorra og Sighvats og Þórðar og Helgu móður þeirra Egils
og Gyðu.“ Hér hrekkur lesandi eiginlega meira við vegna þeirra sem ekki
eru nefndir. Getið er um systurbörn Snorra, Egil og Gyðu, en ekki minnst
á bróðursynina, skáldin Ólaf og Sturlu Þórðarsyni. Hefði þeirra þó verið að
vænta í kennslubók um skáldskap, ekki síst vegna þess að Ólafur hvítaskáld
hafði einmitt skrifað Málskrúðsfrœði sína um bókmennta- og rökfræði. Um
þetta verður fleira sagt áður en lýkur.
Lögsögumannatal á varla nokkurt erindi inn í verkið nema til að ydda enn
frekar mynd Snorra. Hann er líklega einmitt lögsögumaður í annað sinn þegar
talið er sett saman og þar með á tindi valdaferils síns.22 Það er býsna vel til
þess fallið að brýna nemanda af Sturlungakyni!
Skáldskaparmál og heiti margra hluta
Eins og skýrt hefur komið fram eru Skáldskaparmál talsvert öðruvísi í Upp-
salagerð en Konungsbók. Sögur sem sagðar eru innan um skáldskaparmáls-
fræðin eru fluttar til, veislan sem hefst með inngangskafla Skáldskaparmála
í Konungsbók er þegar byrjuð á síðara sviði Gylfaginningar í Uppsala-Eddu
og þar með verður rammi fræðslunnar ekki jafnskýr.23
Mjög miklu varðar að röð heita eða nafngifta í síðari hluta Skáldskaparmála