Andvari - 01.01.2014, Síða 189
ANDVARI
AÐ LÆRA TIL SKÁLDS - TILRAUN UM NÁM
187
Hvað hef ég þá lært?
Nú er ég, skáldneminn, kominn að lokum verksins og ástæða til að spyrja
hvað ég hafi þá lært og hvort ég geti hnoðað saman dróttkvæðri vísu svo vel
sé eða hún sé að minnsta kosti rétt kveðin.
Þar er fyrst til að taka að ég hef fengið dálitla nasasjón af goðsögum og
ævintýrum heiðinna goða. Með því nesti ætti ég að skilja betur en ella fornar
kenningar og hugsanlega geta búið til nýjar, þótt ekki sé sérstaklega mælt með
heiðninni.
Hafi ég lært vel, hafa Skáldskaparmál kennt mér ókjör af kenndum og
ókenndum heitum, og ég hef fest mörg þeirra í minni með dæmasafninu sem
ég hef lært utan bókar.
Háttatal hef ég líka lært utanað og glöggvað mig með því á stílbrigðum sem
geta gefið kveðskap mínum fjölbreyttara yfirbragð. Og athugagreinarnar við
Háttatal hafa lagt mér lífsreglur sem hagnýtar og jafnvel nauðsynlegar eru. Til
dæmis er þar fyrst sett mynd á reglu sem kemur sér afar vel:
Sú er ein tala hve margir hættir hafa fundist í kvæðum höfuðskáldanna. Önnur er sú
hve mörg vísuorð standa í einu eyrindi og hverjum hætti. En þriðja er sú hve margar
samstöfur eru settar í hvert vísuorð í hverjum hætti. (U-Edda 2013, 330)
Þetta er gagnlegt að vita og reyndar nauðsynlegt að læra að fjöldi braglína
sé bundinn og að hver braglína sé með bundnum atkvæðafjölda. Reyndar er
aldrei á það minnst að braglínan heiti vísuorð heldur fyrirvaralaust gert ráð
fyrir að neminn viti það. Og gagnlegar reglur halda áfram:
Stafasetning gerir mál allt. En hljóð greinir það að hafa samstöfur langar eða skammar,
harðar eða linar, og það er setning hljóðsgreina er vér köllum hendingar. (U-Edda 2013,
330).
Þess er að vísu hvergi getið hvað séu langar samstöfur né hvort þær lúti ein-
hverjum reglum sem móti þær, né heldur hvað séu skammar, harðar eða linar,
en sennilegt þykir mér að harðar samstöfur hafi meiri þunga eða áherslu en
linar og smám saman skýrist myndin af því hvað sé stafasetning og hendingar:
Hér er stafasetning sú er hætti ræður og kveðandi gerir, það eru tólf stafir í erindi og
eru þrír settir í hvern fjórðung. I hverjum fjórðungi eru tvö vísuorð. Hverju vísuorði
fylgja sex samstöfur. í öðru vísuorði er settur sá stafur fyrir [þ.e. fremst] í vísuorðinu
er vér köllum höfuðstaf. Sá stafur ræður kveðandi. En í fyrsta vísuorði mun sá stafur
finnast tysvar standa fyrir samstöfur. Þá stafi köllum vér stuðla. Ef höfuðstafur er
samhljóðandi þá skulu stuðlar vera inn sami stafur [...] En ef hljóðstafur (= sérhljóð) er
höfuðstafurinn, þá skulu stuðlar og vera hljóðstafir og er þá fegra að sinn hljóðstafur sé
hver þeirra. (U-Edda 2013, 330-331).43