Peningamál - 23.11.2022, Qupperneq 10

Peningamál - 23.11.2022, Qupperneq 10
PENINGAMÁL 2022 / 4 10 verða. Horfurnar gætu versnað ef afleiðingar átakanna magnast enn frekar. Þá gæti orkukreppan í Evrópu einnig dýpkað með þeim afleiðingum að grípa þurfi til víðtækrar skömmtunar á orku í álfunni. Verðbólga gæti jafnframt reynst þrálátari í þróuðum ríkjum heims og fjármálaleg skilyrði versnað enn frekar. Auk þess ræðst efnahags- þróun að miklu leyti af þróun heimsfaraldursins, efna- hagsframvindu í Kína og hvort áfram takist að vinda ofan af þrálátum framleiðsluhnökrum (sjá nánari umfjöllun um óvissuþætti í rammagrein 1). Alþjóðleg verðbólga hefur aukist enn frekar og meira en búist var við … Alþjóðleg verðbólga hefur aukist mikið frá miðju síðasta ári og mun meira en almennt var spáð. Verðbólga í viðskiptalöndum Íslands mældist 8,4% að meðaltali á þriðja ársfjórðungi og hefur ekki verið meiri í fjóra ára- tugi (mynd I-8). Það er 0,5 prósentum meira en búist var við í ágústspá Seðlabankans og 2,5 prósentum meira en í maíspánni. Verðbólga jókst enn frekar í október og mældist 9,3% að meðaltali í viðskiptalöndunum. Mikil hækkun orkuverðs undanfarin misseri vegur áfram þungt í alþjóðlegri verðbólguþróun en matvæla- verð hefur einnig farið hratt hækkandi það sem af er ári (mynd I-9). Hækkunina má að miklu leyti rekja til afleiðinga stríðsátakanna í Úkraínu, einkum mikilla verð- hækkana á jarðgasi í Evrópu. Á móti vegur þó hjöðnun olíu- og bensínverðs að undanförnu í takt við þróun heimsmarkaðsverðs. Verð á öðrum mikilvægum útgjalda- liðum hefur jafnframt haldið áfram að hækka hratt og er verðbólga á sífellt breiðari grunni. Vöruverð án orku- og matvælaverðs hafði í október hækkað um 6% að meðal- tali í viðskiptalöndunum milli ára (mynd I-10). Líkt og fjallað var um í fyrri heftum Peningamála má rekja stóran hluta vöruverðshækkana til mikillar eftirspurnar og kröft- ugs efnahagsbata frá miðju síðasta ári í bland við þráláta framleiðsluhnökra vegna farsóttarinnar og erfiðleika við vöruflutninga. Þá hefur verð á þjónustu hækkað mikið á árinu samhliða slökun sóttvarnaaðgerða enda mikil upp- söfnuð eftirspurn til staðar. … og hafa verðbólguhorfur í viðskiptalöndunum versnað Þrátt fyrir að olíuverð og annað hrávöruverð hafi lækkað meira að undanförnu en spáð var í ágúst, flutningskostn- aður lækkað áfram og framleiðslutruflanir minnkað hafa alþjóðlegar verðbólguhorfur versnað. Skýrist það að miklu leyti af meiri hækkun á orkuverði í Evrópu en búist var við og horfum á hærra verði í vetur. Þá hefur hækkun matvælaverðs og undirliggjandi verðbólga einnig reynst þrálátari í viðskiptalöndunum en búist var við í ágúst. Alþjóðlegt vöru- og þjónustuverð1 Janúar 2019 - október 2022 1. Vöruverð án orku- og matvælaverðs. Heimild: Refinitiv Datastream. Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Viðskiptalönd Íslands 12 mánaða breyting (%) Mynd I-10 Vöruverð Þjónustuverð -2 0 2 4 6 8 10 12 14 20222021202020192022202120202019 Alþjóðlegt orku- og matvælaverð Janúar 2019 - október 2022 Heimild: Refinitiv Datastream. Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Viðskiptalönd Íslands 12 mánaða breyting (%) Mynd I-9 2022 -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 -8 -4 0 4 8 12 16 20 24 2021202020192022202120202019 12 mánaða breyting (%) Orkuverð Matvælaverð Alþjóðleg verðbólga Janúar 2018 - október 2022 Heimildir: Refinitiv Datastream, Seðlabanki Íslands. Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Viðskiptalönd Íslands 12 mánaða breyting (%) Mynd I-8 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 2021202020192018 2022
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.