Peningamál - 23.11.2022, Page 13
PENINGAMÁL 2022 / 4 13
einnig til aukinnar eftirspurnar eftir íslenskum afurðum og
stuðlaði að frekari verðhækkunum.
Útflutningsverð á íslenskum sjávarafurðum í erlend-
um gjaldmiðlum hækkaði um tæplega fjórðung milli ára
á öðrum ársfjórðungi og var þá um fimmtungi hærra
en að meðaltali árið 2019. Ólíkt því sem gert var ráð
fyrir í ágústspá bankans og þvert á vísbendingar um að
eftirspurn hafi gefið eftir á erlendum mörkuðum í sumar
hækkaði útflutningsverðið áfram á þriðja ársfjórðungi. Er
það meginástæða þess að nú er talið að það hækki um
tæplega 20% á árinu í heild í stað 13% í ágústspánni. Á
móti er spáð meiri verðlækkun á næsta ári í takt við lakari
efnahagshorfur í helstu viðskiptalöndum og aukna óvissu
í heimsbúskapnum. Skertar aflaheimildir í þorski og loðnu
vega þó á móti og stuðla að minni verðlækkun en ella.
Útlit fyrir meiri lækkun álverðs á næsta ári
Heimsmarkaðsverð á áli hækkaði nær samfellt frá miðju
ári 2020 og fram á fyrsta ársfjórðung í ár. Hækkunin
stafaði m.a. af minni framleiðslu í Kína, aukinni eftirspurn
í takt við alþjóðlegan efnahagsbata og aukinni óvissu
um framboð á áli í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Snarpur
viðsnúningur varð hins vegar á álverði á öðrum fjórðungi
í ár og lækkaði það enn frekar á þeim þriðja samhliða
versnandi horfum í heimsbúskapnum. Í samræmi við
ágúst spá bankans hélt útflutningsverð áls frá Íslandi hins
vegar áfram að hækka á öðrum fjórðungi og var þá orðið
ríflega 60% hærra en á sama fjórðungi í fyrra (mynd
I-16). Verðið gaf þó eftir á þriðja ársfjórðungi og búist
er við frekari lækkun á þeim fjórða. Spáð er að útflutn-
ingsverð áls verði tæplega þriðjungi hærra að meðaltali
í ár en í fyrra sem er heldur minni hækkun en spáð var í
ágúst. Horfur á næsta ári hafa hins vegar versnað meira
og er nú spáð tæplega 18% verðlækkun í stað 8%.
Olíuverð hefur lækkað frá því í júní ...
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði mikið í aðdraganda
og kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu snemma á þessu ári.
Það fór hæst í tæplega 130 Bandaríkjadali á tunnu eftir
innrásina en var um 112 Bandaríkjadalir á tunnu að með-
altali á öðrum ársfjórðungi (mynd I-17). Það er um 60%
hærra verð en á sama fjórðungi 2021. Hækkunin og mikl-
ar verðsveiflur endurspegla aukna óvissu um olíuframboð
vegna stríðsátakanna og refsiaðgerða Vesturlanda gegn
Rússlandi, enda er það annar stærsti olíuútflytjandi heims.
Olíuverð tók hins vegar að lækka á ný um mitt
þetta ár í takt við auknar áhyggjur af efnahagshorfum
í heiminum og býst Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) nú
við minni aukningu olíueftirspurnar en áður var spáð. Á
móti vegur hins vegar minni olíuframleiðsla OPEC-ríkja
og nokkurra annarra olíuframleiðsluríkja sem tilkynnt var
Verð á olíu og jarðgasi¹
1. janúar 2019 - 18. nóvember 2022
1. Skyggða svæðið sýnir tímabilið frá upphafi stríðsátaka í Úkraínu.
Heimild: Refinitiv Datastream.
USD á tunnu
Mynd I-17
Verð á hráolíu á heimsmarkaði (Brent, v. ás)
Heildsöluverð á jarðgasi í Evrópu (h. ás)
0
20
40
60
80
100
120
140
0
70
140
210
280
350
420
490
2022202120202019
EUR á megavattstund