Peningamál - 23.11.2022, Page 19
PENINGAMÁL 2022 / 4 19
fjórðungi ársins og jókst nokkuð frá fyrri fjórðungi eftir
að hafa farið minnkandi frá upphafi árs 2021.
… og útlit er fyrir að brátt hægi á vexti íbúðalána
Ársvöxtur útlána lánakerfisins hefur sótt í sig veðrið og
mældist 8½% á þriðja fjórðungi ársins (mynd II-8). Útlán
lánakerfisins til heimila jukust um 10% milli ára á þriðja
ársfjórðungi. Vöxturinn hefur haldist tiltölulega stöðugur
allt árið þrátt fyrir að fjarað hafi undan þeim þáttum sem
stutt hafa við mikinn útlánavöxt að undanförnu: vextir
hafa verið hækkaðir talsvert, lánþegaskilyrði hert og
kaup máttur launa er tekinn að minnka.
Líklegt er þó að brátt muni hægja á vexti íbúðalána
í ljósi hægari umsvifa á fasteignamarkaði. Það er í sam-
ræmi við niðurstöður útlánakönnunar Seðlabankans frá
því í október en samkvæmt henni búast viðskiptabankar-
nir við því að brátt dragi úr eftirspurn eftir íbúðalánum.
Á móti vega þó aukin umsvif lífeyrissjóða á íbúðalána-
markaði undanfarið.
Kröftugur vöxtur fyrirtækjalána á árinu
Útlán lánakerfisins til fyrirtækja hafa vaxið frá því í
mars sl. eftir samfelldan samdrátt frá ársbyrjun 2021.
Ársvöxturinn mældist um 7½% á þriðja fjórðungi ársins
en rúmlega 8% að teknu tilliti til áhrifa gengisbreytinga
á fyrirtækjalán í erlendum gjaldmiðlum. Útlánavöxturinn
hefur aukist til nær allra atvinnugreina en útlán til
byggingarfyrirtækja og fyrirtækja í þjónustu þó sýnu
mest. Líklegt er að fjárfestingarþörf fyrirtækja hafi byggst
upp eftir samdrátt í útlánum til fyrirtækja á síðasta ári
og fjárfestingarkönnun Seðlabankans bendir til áfram-
haldandi aukningar fjárfestingarútgjalda (sjá kafla III).
Viðskiptabankarnir búast þó við fremur litlum breyting-
um á framboði og eftirspurn fyrirtækjalána á næstu
mánuðum.
Frá upphafi faraldursins voru útlán lánakerfisins til
fyrirtækja takmörkuð og drógust svo saman á síðasta ári.
Fjármögnun með útgáfu markaðsskuldabréfa og í gegn-
um sérstaka fagfjárfestasjóði vó þó á móti þótt einungis
hluti fyrirtækja hafi aðgang að þess konar fjármögnun
(mynd II-9). Heldur hefur dregið úr fjármögnun utan
lánakerfisins undanfarið en útlán lánakerfisins aukist á
móti.
Þótt staða heimila sé almennt góð hafa fjármálaleg
skilyrði þeirra versnað ...
Skuldsetning heimila hefur lítið breyst undanfarin ár
(mynd II-10). Vanskil heimila eru jafnframt lítil og hafa
ekki aukist þrátt fyrir töluverðar vaxtahækkanir. Eigna-
staða heimila hefur einnig batnað samhliða hækkandi
eignaverði og sparnaðarhlutfall þeirra er tiltölulega hátt
Skuldir heimila og fyrirtækja 2003-20221
1. Skuldir við fjármálafyrirtæki og útgefin markaðsskuldabréf. Án fjármálafyrirtækja og
eignarhaldsfélaga. Skuldir miðast við fyrri hluta 2022. VLF fyrir árið 2022 byggist á
grunnspá Seðlabankans.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Heimili
% af VLF
Mynd II-10
Fyrirtæki
0
50
100
150
200
250
300
350
400
‘21‘19‘17‘15‘13‘11‘09‘07‘05‘03
Útlán lánakerfis1
Janúar 2018 - september 2022
1. Leiðrétt fyrir endurflokkun og skuldalækkunaraðgerðum stjórnvalda. Án útlána til
innlánsstofnana, fallinna fjármálafyrirtækja og ríkissjóðs. Fyrirtæki eru atvinnufyrirtæki
og félagasamtök sem þjóna heimilum.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Heimili Heildarútlán
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd II-8
-5
0
5
10
15
20
20222021202020192018
Fyrirtæki
Útlán til atvinnufyrirtækja
Janúar 2018 - september 2022
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Lánakerfi
Markaðsskuldabréf
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd II-9
-5
0
5
10
15
20
20222021202020192018
Fagfjárfestasjóðir
Samtals