Peningamál - 23.11.2022, Page 38

Peningamál - 23.11.2022, Page 38
PENINGAMÁL 2022 / 4 38 6% milli ára í október og hefur hlutfallið hækkað hratt undanfarið ár. Í ljósi þess að dregið hefur úr umsvifum á hús- næðismarkaði að undanförnu er líklegt að samsetning verðbólgu haldi áfram að breytast á næstunni. Framlag húsnæðisliðarins til ársverðbólgu hefur minnkað síðan í júlí eftir að hafa aukist nánast samfleytt síðan í byrjun árs 2021 (mynd V-4). Á móti vegur vaxandi framlag vöruverðshækkana til verðbólgu. Vísbendingar um verðbólguþrýsting Innflutt verðbólga hefur á heildina staðið í stað undanfarið ... Verð innfluttrar vöru hækkaði talsvert á fyrri hluta ársins í kjölfar hækkunar alþjóðlegs olíu- og hrávöruverðs eftir að stríðið hófst í Úkraínu. Einnig hefur tekið langan tíma að vinda ofan af framboðshnökrum vegna farsóttarinnar. Olíu- og hrávöruverð hefur hins vegar lækkað frá því í sumar þótt verðið sé enn hátt. Í kjölfarið lækkaði innlent eldsneytisverð á þriðja ársfjórðungi en það er enn rúm- lega fjórðungi hærra en á sama tíma fyrir ári. Verð inn- fluttrar mat- og drykkjarvöru og annarrar innfluttrar vöru hefur hins vegar hækkað áfram undanfarna mánuði. Á heildina hefur verð innfluttrar vöru hækkað um 6,6% sl. tólf mánuði sem er óbreytt frá því í júlí (mynd V-5). ... en alþjóðlegar verðbólguhorfur hafa versnað ... Eins og rakið er í kafla I hefur verðbólga í viðskiptalönd- um Íslands aukist enn frekar undanfarna mánuði þótt hægt hafi á aukningu hennar. Verðbólguhorfur hafa jafnframt víðast hvar versnað enn frekar. Útlit er því fyrir að áfram verði nokkur þrýstingur til verðhækkunar inn- fluttrar vöru. Þá hefur gengi krónunnar lækkað undan- farið eftir hækkun fram eftir ári. Viðskiptavegið meðal- gengi krónunnar er nú svipað og á sama tíma í fyrra. Nýleg verðbólguþróun er ekki einungis óvenjuleg fyrir þær sakir hversu mikið verðbólga hefur aukist um allan heim heldur einnig hversu keimlík þróunin hefur verið. Það bendir til þess að mikilvægan hluta verð- bólgunnar megi rekja til sameiginlegra undirliggjandi þátta. Þar mætti t.d. nefna hækkun alþjóðlegs hrá- og olíuverðs, framboðshnökra og hraða breytingu neyslu- mynsturs í kjölfar farsóttarinnar. Þá bætast við áhrif kröftugrar aukningar eftirspurnar í kjölfar viðamikilla stuðningsaðgerða í ríkis- og peningamálum til að vinna gegn efnahagssamdrættinum. Þetta sést vel þegar reynt er að greina að hve miklu leyti innlend verðbólguþróun litast af þessum sameigin- legu áhrifaþáttum (mynd V-6). Eins og sjá má tók hlut- deild þeirra að aukast þegar áhrif heimsfaraldursins og Undirliðir verðbólgu Janúar 2019 - október 2022 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Innfluttar vörur án áfengis, tóbaks og bensíns Bensín Húsnæði VNV Framlag til ársverðbólgu (%) Mynd V-4 2019 2020 2021 Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Almenn þjónusta Aðrir liðir -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 2022 Verð innlendrar og innfluttrar vöru Janúar 2019 - október 2022 Heimild: Hagstofa Íslands. Búvörur og grænmeti Aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur Aðrar innlendar vörur Innlendar vörur Innfluttar mat- og drykkjarvörur Nýir bílar og varahlutir Aðrar innfluttar vörur (án eldsneytis) Innfluttar vörur 12 mánaða breyting (%) Mynd V-5 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 Innlendar vörur Innfluttar vörur 202120202019202120202019 2022 2022 Umfang verðhækkana1 Janúar 2019 - október 2022 1. Hlutfall undirliða VNV flokkað eftir árshækkun þeirra. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Minna en 2% Mynd V-3 2-4% 4-6% Meira en 6% Hlutfall undirliða (%) 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 2022202120202019

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.