Peningamál - 23.11.2022, Qupperneq 39

Peningamál - 23.11.2022, Qupperneq 39
PENINGAMÁL 2022 / 4 39 sóttvarnaaðgerða á neyslumynstur, húsnæðismarkaði, alþjóðlegar framboðskeðjur og hrávörumarkaði fóru að ágerast. Áhrif stríðsins í Úkraínu hafa til viðbótar verið víðtæk en frá því að það hófst hefur mátt rekja allt að 2/3 innlendrar verðbólgu til þessarar sameiginlegu undirliggj- andi verðbólgusveiflu. ... og stór hluti stjórnenda fyrirtækja á von á enn frekari verðhækkunum Verð innlendrar vöru, einkum matvöru, hefur einnig hækkað áfram undanfarna mánuði og nam árshækkunin 10,3% í október (mynd V-5). Hins vegar hefur heldur dregið úr árshækkun á verði almennrar þjónustu, sem nam 6,6% í október, en það má að hluta rekja til tals- verðrar lækkunar flugfargjalda í haust. Flugfargjöld hafa sveiflast mikið síðan í sumar en verið að meðaltali rúm- lega fimmtungi hærri það sem af er ári en í fyrra. Ýmsir undirliðir þjónustu, t.d. veitingaþjónusta, tómstundir og menning, hafa einnig hækkað í verði undanfarið. Niðurstöður haustkönnunar Gallup á væntingum stjórnenda fyrirtækja sýna að enn á stór hluti þeirra von á verðhækkunum þótt þeim hafi fækkað síðan í vor- könnuninni. Tæplega tveir þriðju stjórnenda telja að verð á eigin vöru og þjónustu hækki á næstu sex mánuðum og tæplega 80% þeirra eiga von á hækkun aðfangaverðs (mynd V-7). Það hversu hátt hlutfall stjórnenda á von á frekari verðhækkunum endurspeglar m.a. aukna verð- bólgu í viðskiptalöndunum og hættuna á að hækkandi orkuverð í Evrópu smitist yfir í annað aðfangaverð. Viðvarandi verðbólguþrýstingur frá vinnumarkaði Samkvæmt þjóðhagsreikningum sem birtir voru í ágúst sl. var launahlutfallið, þ.e. hlutfall launa og launatengdra gjalda af vergum þáttatekjum, endurskoðað lítillega til lækkunar. Nú er talið að það hafi verið 60,4% í fyrra og um 0,6 prósentum yfir meðaltali síðustu tuttugu ára. Hlutfallið hefur reynst tiltölulega stöðugt í gegnum heimsfaraldurinn en töluverðar breytingar hafa orðið á helstu áhrifaþáttum þess. Þannig hækkuðu laun á vinnustund töluvert umfram framleiðni í fyrra og horfur eru áþekkar fyrir árið í ár. Aukin verðbólga hefur hins vegar vegið á móti og haldið aftur af hækkun hlutfallsins (mynd V-8). Launavísitalan hækkaði um 0,4% milli fjórðunga og um 8,1% milli ára á þriðja ársfjórðungi. Frá því að farsóttin barst til landsins hefur meðalárshækkun launa verið um 7-8% hvort sem horft er til launavísitölu eða vísitölu heildarlauna (mynd V-9). Laun hafa því hækkað mikið á tímabilinu en aukin verðbólga grefur nú undan kaupmætti. Enn er þó langt í að ávinningur tekjulægri hópa af síðustu kjarasamningum glatist. Verðbólga og framlag alþjóðlegrar verðbólgusveiflu1 Janúar 2018 - september 2022 1. Undirliggjandi alþjóðleg verðbólgusveifla er metin sem fyrsti frumþáttur út frá frum- þáttagreiningu fyrir verðbólgu í 23 OECD-ríkjum fyrir tímabilið jan. 2000 - sept. 2022. Framlag alþjóðasveiflunnar til verðbólgu hér á landi er síðan metið með aðfallsgreiningu þar sem innlend verðbólga er skýrð með fasta og alþjóðasveiflunni (að viðbættu 2% meðaltali alþjóðlegrar verðbólgu á tímabilinu). Heimildir: Hagstofa Íslands, OECD, Seðlabanki Íslands. Alþjóðleg verðbólgusveifla Framlag annarra þátta 12 mánaða breyting (%) Mynd V-6 2019 2020 2021 Verðbólga á Íslandi -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 20222018 Væntingar fyrirtækja um aðfanga- og afurðaverð næstu 6 mánuði1 Mars 2012 - september 2022 1. Brotalínur sýna meðaltöl frá 2003. Heimildir: Gallup, Seðlabanki Íslands. Hlutfall stjórnenda (%) Mynd V-7 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 20222021202020192018201720162015201420132012 Búast við hækkun eigin afurðaverðs Búast við hækkun aðfangaverðs Breyting í launahlutfalli og framlag undirliða 2019-20221 1. Launahlutfall er hlutfall launa og launatengdra gjalda og vergrar landsframleiðslu, laun á vinnustund er launahluti launa og launatengdra gjalda á heildarvinnustund skv. VMK, framleiðni vinnuafls er magn vergrar landsframleiðslu á heildarvinnustund skv. VMK og flokkurinn „Annað“ sýnir framlag launatengdra gjalda og mismunar í árs- breytingu vísitölu neysluverðs og verðvísitölu landsframleiðslunnar. Grunnspá Seðlabankans fyrir árið 2022. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Laun á vinnustund Verðbólga (VNV) Breyting frá fyrra ári (prósentur) Mynd V-8 2019 2020 2021 Launahlutfall -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 2022 Framleiðni vinnuafls Annað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.