Peningamál - 23.11.2022, Qupperneq 45

Peningamál - 23.11.2022, Qupperneq 45
PENINGAMÁL 2022 / 4 45 krónunnar sem hægir á útflutningsvexti og beinir hluta inn- lendrar eftirspurnar að innflutningi. Hagvaxtarhorfur versna því samanborið við grunnspána: hagvöxtur er 1¾ prósentum minni á næsta ári en í grunnspánni sem myndi fela í sér að stór hluti þess hagvaxtar sem spáð er á árinu hyrfi (mynd 4d). Hagvöxtur yrði þá sá minnsti hér á landi síðan árið 2002 ef frá eru talin samdráttarárin í kjölfar fjármála kreppunnar og heimsfaraldursins. Hagvaxtarhorfur fyrir árið 2024 myndu einnig versna og landsframleiðslan yrði 21/3% minni í lok spátímans en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Þrátt fyrir lakari hagvaxtarhorfur verður verðbólga meiri á spátímanum en samkvæmt grunnspánni. Verðbólga er næstum 1 prósentu meiri á næsta ári og ¾ úr prósentu meiri árin 2024-2025 (mynd 4e). Vextir Seðlabankans eru jafn framt hærri til að tryggja að verðbólga sé í samræmi við verðbólgumarkmið bankans er frá líður. Miðað við peninga- stefnureglu líkansins eru meginvextir bankans 1 prósentu hærri á næstu tveimur árum og ½ prósentu hærri árið 2025 (mynd 4f). Hægt væri að hugsa sér að peningastefnan brygðist hægar við auknum verðbólguþrýstingi en peningastefnuregla líkansins gerir ráð fyrir. Eins og mynd 5 sýnir gæti það haft í för með sér að neikvæð hagvaxtaráhrif launahækkunarinnar yrðu heldur minni framan af. Á móti kæmi hins vegar að verðbólga yrði meiri og þrálátari sem myndi að öðru óbreyttu kalla á hærri vexti yfir lengri tíma sem hefði í för með sér að hagvöxtur yrði minni á seinni hluta spátímans. Fráviksdæmi: Orkukreppan í Evrópu dýpkar enn frekar Alþjóðlegar efnahagshorfur hafa versnað verulega í kjölfar stríðsátakanna í Úkraínu … Eftir snarpan samdrátt í kjölfar heimsfaraldursins jókst heims- framleiðsla um 6% milli ára í fyrra og í byrjun þessa árs voru horfur á ágætum hagvexti í ár og á næstu árum. Það breyttist hins vegar til hins verra í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu seint í febrúar sl. Nú gerir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn t.d. ráð fyrir því að heimsframleiðsla aukist um 3,2% í ár en í janúar spáði hann 4,5% vexti. Á næsta ári hefur sjóðurinn fært hagvaxtarspá sína úr 3,8% í einungis 2,7% (sjá kafla I). Horfurnar hafa sérstaklega versnað í Evrópu þar sem áhrifa orkukreppunnar gætir hvað mest. Í janúar taldi sjóðurinn t.d. að hagvöxtur á evrusvæðinu færi úr um 4% í ár í 2,5% á næsta ári en nú telur hann að hagvöxtur verði um 3% í ár og einungis 0,5% á næsta ári (mynd 6). Áhrif hægari peningastefnuviðbragða við aukinni verðbólgu1 1. Myndin sýnir áhrif þess að peningastefnan bregst hægar við viðbótarlaunahækku- num í fráviksdæminu á mynd 4. Heimild: Seðlabanki Íslands. Prósentur Mynd 5 Meginvextir Hagvöxtur Verðbólga -0,4 -0,2 0,0 0,2 0,4 0,6 202520242023 Spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hagvöxt á evrusvæðinu Heimild: Alþjóðagjaleyrissjóðurinn, World Economic Outlook, mismunandi útgáfur. % Mynd 6 Janúar 2022 Apríl 2022 Júlí 2022 Október 2022 0 1 2 3 4 5 6 202320222021
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.