Peningamál - 23.11.2022, Side 50

Peningamál - 23.11.2022, Side 50
PENINGAMÁL 2022 / 4 50 myndast í þjóðarbúinu því verið vanmetin. Þá getur spennan aukist hraðar en grunnspáin gerir ráð fyrir ef sparnaðarhlut- fall heimila lækkar hraðar en nú er spáð (sjá fráviksdæmi í rammagrein 1 í Peningamálum 2021/4). Það sama á við ef slakað er hraðar á opinberum fjármálum en áætlað er í grunnspánni. Eins og rakið er í rammagrein 2 hefur kjölfesta verð- bólguvæntinga í verðbólgumarkmiði bankans veikst undan- farið ár. Það skapar aukna hættu á að erfiðara verði að ná verðbólgu niður á ný, t.d. vegna aukinnar hættu á víxl verkun verðlags- og launahækkana. Verðbólguhorfur sam kvæmt grunnspá bankans gætu þá reynst of bjartsýnar. Þótt sumir þessara áhættuþátta gætu þróast með hag- felldari hætti en samkvæmt grunnspá virðist meiri hætta á því að verðbólga verði meiri og þrálátari en grunnspáin gerir ráð fyrir heldur en að hún hjaðni hraðar og meira.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.